Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

Voru einstaklingar vopnaðir eða var hætta á óspektum fyrir framan Prikið?

Það er sjálfsagt fyrir Prikið að hætta við "gluggatónleika" ef almenn óánægja er með slíkt.  Það er þeim í sjálfsvald sett.

En þó að ég sé ekki löglærður get ég ekki skilið annað við lestur 74. greinar stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins að engin lög geti bannað einstaklingum að safnast saman vopnlausir, nema að hætta sé talin á óspektum.

Í 75. greininni er kveðið á um að hægt sé að takmarka atvinnufrelsi með lögum vegna almannahagsmuna.  Ekkert slíkt er er minnst á varðandi rétt einstaklinga til að safnast saman.

Hvaða lög eru það sem eru æðri stjórnarskránni? 

Það væri vissulega fróðlegt að heyra álit lögfróðra um slíkt.

Það er fyllsta ástæða til að hvetja alla til að fara varlega og bera virðingu fyrir samborgurum sínum.  Það gildir einnig um stjórnvöld og valdbeitingu þeirra gegn íbúum landsins.

Það er áríðandi að stjórnvöld gangi ekki lengra en lagaheimildir leyfa.

 

 

74. gr.
[Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.] 1)
    1)L. 97/1995, 12. gr.
75. gr.
[Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.] 1)
    1)L. 97/1995, 13. gr.

 Tekið héðan

 


mbl.is Gluggatónleikar ekki haldnir aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er líklega kominn í hóp "gargandi minnihluta"

Ég hef nú ekki haft sterkar skoðanir á stofnun "hálendisþjóðgarðs".  Það hefur nú aðallega komið til vegna þess að ég hafði lítið heyrt af þeim áformum og vissi lítið um málið.

En eftir að hafa rekist á meiri umfjöllun eftir því sem áformin hafa orðið skýrari, hygg ég að ég sé kominn í hóp "gargandi minnihlutans" sem er andsnúinn því að þjóðgarðurinn verði til, alla vega með óbreyttum áformum.

Mér sýnist rök þau sem færð eru fram um fyrirhugaða "miðstýringu og ríkisvæðingu" vera sannfærandi og þörf á því að staldra við.

Ég hlustaði á ágætt viðtal við Ágústu Ágústsdóttur í Bítinu og svo akrifaði Smári McCarthy atyglisverða grein sem birtist á Vísi.is.

En það verður fróðlegt að sjá hver framvinda málsins verður.

Það vekur hjá mér umhugsun hvernig umræða um þennan "miðhálendisþjóðgarð" skarast hugsanlega við umræðum um flugvöllinn í Reykjavík.

Ýmsum sem þykir fráleitt að skipulagsvaldið sé ekki í höndum Reykjavíkurborgar finnst ekkert sjálfsagðara en að ríkið taki yfir skipulagsvald sveitarfélaga út á landi, neyði einkaaðila til að selja eigur sínar eða segi til um nýtingu þeirra í nafni þjóðgarðs.

Svo eru sýnist mér þeir einnig vera til sem vilja taka skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg en eru alfarið á móti því að það sé tekið af sveitarfélögum fyrir þjóðgarð.

Skyldi "ábyrgð" Reykjavíkurborgar gagnvart flugsamgöngum við landsbyggðina vera meira eða minna "hagsmunamál", en hvort að þjóðgarður er til staðar á miðhálendinu, eða hvort hann er dulítið minni eða stærri?

 

 

 


mbl.is Ekki ákveðið hver verður framsögumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Svona af því að þetta er bloggið mitt, fannst mér þetta spakmæli sem ég rakst á fyrr í dag eiga vel við.

Í minni þýðingu hljómar það svo: 

"Ég er ekkert að rífast, ég er bara að útskýra hvers vegna ég hef rétt fyrir mér."


Frjálshyggja hefur ekki fundist á Alþingi um langt árabil

Þegar "riddarar vinstrisins" rilja berja á andstæðingum sínum tala þeir gjarna um "frjálshyggjuna" eða það sem á að hljóma enn  hræðilegra "nýfrjálshyggjuna".

Þetta eru reyndar eins og svo margt annað í heimi stjórnmálanna ákaflega illa skilgreind hugtök, en ég hygg þó að þeim "riddurum" hafi almennt tekist að láta festa við þau neikvæða ímynd.

Skilgreining á "einkavæðingu" og "einkarekstri" t.d. þegar kemur að heilbrigðisþjónustu virðist oft "skarast" og margir eru alls ekki vissir um hvað er hvort og hvort er hvað, þannig að öruggast sé að vera á móti "þessu öllu".

Þó eru vissulega mikill einkarekstur í Íslensku heilbrigðiskerfi.  Ég þori þó ekkert að fullyrða um hvort að hlutfall hans hafi minnkað eða aukist, ég hef engar tölur um slíkt.

En öldrunarþjónusta hefur að stórum hluta verið í einkarekstri, sama gidlir, að ég tel, um augnlækningaþjónustu, tannlækningar, lýtalækningar og t.d. áfengismeðferðir.

Sjálfsagt er ég að gleyma einhverju, enda ég á engan hátt sérfræðingur hvað varðar Íslenskt heilbrigðiskerfi.

Á þessu sviðum er svo greiðsluþátttaka ríkisins mismunandi og ekkert óeðlilegt við það, þó að um slíkt megi alltaf deila.

En ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað mikill einkarekstur er í heilbrigðiskerfi margar landa (líklega hærra hlutfall víða en á Íslandi) og hverju sá rekstur getur skilað.

Hvað skyldu margir Íslendingar t.d. fá liðskiptiaðgerðir hjá erlendum einkaaðilum, sem þó er að fullu greitt (mun hærra verði en hægt væri að fá sambærilegar aðgerðir hjá Íslenskum einkaaðilum) af hinu Íslenska tryggingakerfinu?

Þannig er hægt að rökræða um þessi málefni fram og tilbaka.

Líklega væri lang best í mörgum (en ekki öllum tilfellum) að ákveða (með eins nákvæmum útreikningum og hægt er) hvað tiltekin aðgerð kostar.

Það er ríkisframlagið við "slíka aðgerð".  Sjúklingurinn ákveður síðan hvar hann vill að aðgerðin sé framkvæmd.

Þar sem ég bý er t.d. "eins greiðanda" heilbrigðiskerfi að lang mesu leyti (það eru alltaf einhver atriði sem greiðsluþátttaka hins opinbera nær ekki yfir).  Ég hef blessunarlega ekki þurft á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. 

En ég hef eignast tvö börn, bæði tekin með keisaraskurði, á "einka reknu sjúkrahúsi".  En allur sá kostnaður var greiddur af hinu opinbera.

En sjúkrahúsið aflar sér einnig mikils fjármagns með frjálsum framlögum, enda má segja að margir (þar á meðal við hjónin) eigi þeim mikið að þakka.

En líklega verður seint full sátt um hvernig eigi að standa að heilbrigðisrekstri, en eins og í svo mörgum öðrum málum er umræða til alls fyrst og af hinu góða.


mbl.is „Stjórnvöld segja nei takk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar vinstri menn fagna því að vinstri vitleysa sé leiðrétt

Það er í sjálfu sér engin ástæða til annars en að fagna því að Íslendingar vilji draga úr notkun pálmaolíu.

En til hvers skyldi pálmaolía fyrst og fremst hafa verið notuð á Íslandi?

Jú, í fréttinni kemur fram:

"Til­lag­an fel­ur í sér að  ferða­mála-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra er falið að vinna áætl­un um tak­mörk­un á notk­un olí­unn­ar í allri fram­leiðslu á Íslandi og leggja fram frum­varp um bann við notk­un henn­ar í líf­dísil eigi síðar en í lok næsta árs."

Þar segir enn fremur:

"Til að fram­leiða pálma­olíu eru regn­skóg­ar rudd­ir sem hef­ur slæm áhrif á um­hverfið og veld­ur marg­vís­leg­um skaða sem brýnt er að girða fyr­ir með banni á notk­un. Vegna þeirra áhrifa sem fram­leiðsla pálma­olíu hef­ur haft á um­hverfið hef­ur Evr­ópu­sam­bandið m.a. sam­þykkt reglu­gerð sem miðar að því að draga úr notk­un óend­ur­nýj­an­legs líf­efna­eld­is­neyt­is, þar á meðal pálma­ol­íu."

En hvenær skyldu Íslendingar hafa byrjað á þvi að blanda pálmaolíu í eldsneyti sitt?

Er það ekki ekki eitt af "afrekum" "fyrstu hreinu vinstri" stjórnarinnar?

Voru ekki "íblöndunarlögin" samþykkt ca. árið 2013, þá eftir skoðnum "bestu visindamanna", þó að í raun hafi það aðeins þýtt að "hreina tæra vinstristjórnin" hafi "copy/pastað" skoðanir "Sambandsins"?

Hvað skyldu margir lítrar af pálmaolíu hafa brunnið í Íslenskum bílvélum siðan þá?

Nú eða margir "maískólfar"?

En það er ekki eins og að þessum aðgerðum hafi ekki verið mótmælt á Alþingi.

En því sem næst eini þingmaðurinn sem það gerði var Sigríður Andersen.

Um það má lesa hér, hér og hér.

En stundum gerast kraftaverkin og vinstri menn reyna að leiðrétta vitleysuna sem skoðanabræður þeirra hafa áður leitt í lög.

Það er því miður allt of sjaldgæft.

Svo má t.d. velta því fyrir sér hvort að hefði ekki verið betra að veita þeim peningum sem hefur verið sólundað í þessa vinstri vitleysu í t.d. að auka enn á rafmagnsvæðingu bílaflotans?

Nú eða því fjárhgaslegu ívilnunum sem vinstri stjórnin ákvað að gefa díselbílum?

Eða hreinlega að stjórnvöld hefðu látið einstaklngum það eftir að velja orkugjafa fyrir farartæki sín.

 

 


mbl.is Samþykkt að draga úr notkun pálmaolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru rökin sem skipta máli

Ég er í raun alveg sammála Kára að því leyti að ég tel að það þurfi að vera sannfærandi rök fyrir sóttvarnaraðgerðum.

Allt sem virkar órökrétt grefur undan trú almennings á aðgerðunum.

Það að fleiri megi vera inn í matvöruverslunum en öðrum verslunum, óháð fermetrafjölda grefur undan þeirri trú að ákvarðanir séu teknar með sóttarnir að leiðarljósi.

Ákvörðun eins og að það skipti máli í hvaða deild "afreksíþróttamenn" spili grefur undan trú á þvi að ákvarðanir séu teknar með sóttvarnir að leiðarljósi.

Það má vissulega færa fram rök fyrir því að líkamsrækt eigi að vera lokuð, en ef fjarlægðartakmarkanir eru virtir, og "sprittað" á milli notenda, hvernig getur líkamsrækt verið hættuleg?

Það er þarft að hafa í huga að margar líkamsræktarstöðvar eru í þúsunda fermetra starfsaðstöðu.

Ég bý á svæði þar sem er "red zone" en ekki "lockdown" og krakkarnir mínir fara í líkamsrækt 2svar í viku.  Þau færu oftar, en vegna fjöldatakmarkana þurfa allir meðlimir að sætta sig við skert aðgengi.

En allt er umdeilanlegt.

Hvað átti nú aftur að vera langt þangað til Íslendingar ættu að geta byrjað að lifa "eðlilegu lífi"; ef "tvöföld skimun" yrði tekin upp við landamærin?

Var hún ekki tekin upp í ágúst?

 

 

 


mbl.is Litakóðunarkerfið hlægilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhjúpar ef til vill fyrst og fremst hve afleitt "sóknargjaldakerfið" og skatturinn er

Ef þessi málshöfðun ríkisins á hendur "Zúistum" leiðir eitthvað í ljós, er það að mínu mati fyrst og fremst hve "rotið", ósanngjarnt og illa ígrundað "innheimta" og útdeiling sóknargjalda á vegum ríkisins er.

Það kemur fram í fréttinni að lítið (eðe ekkert) hafi verið um "trúarstarfsemi" á vegum "Zúista".

Ekki ætla ég að dæma eða fullyrða neitt um það.

En hefur hið opinbera "mælingar" á öðrum trúfélögum um hve mikil "trúarstarfsemi" fer þar fram?

Getur ekki verið að "Zúistar" hafi hreinlega lítinn "trúarhita"? Að þeir telji að hægt sé að iðka trú sína án þess að mæta í "musterið"?

Að mínu mati á hið opinbera auðvitað að hætta þessu.  Hvert "trú" eða "lífsskoðunarfélag" á auðvitað að rukka inn sín félagsgjöld sjálft.

Þá þarf hvorki að ræsa út lögmenn eða ónáða dómstóla til þess að meta "trúarhita" í einstökum söfnuðum.

Þá þurfa skattgreiðendur á Íslandi ekki að styðja "marxista".

En ef til vill er kominn tími til að Íslendingar komi á fót söfnuði til að tilbiðja "Bakkus" eða "Dionysus", það er góður og gegn guð.

Tilbiðjendur hans eru "ofsóttur meirihlutahópur" ef svo má að orði komast.

 

 


mbl.is „Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

Ég held að það sé skynsamleg ákvörðun að hafa bólusetningu bæði val- og gjaldfrjálsa.

Ég held að slík barátta vinnist aðeins með fræðslu og uppýsingum, valdboð yrði málinu ekki til framdráttar.

Ég held sömuleiðis að það sé ekki góð hugmynd að "skilyrða" einhverja þjónustu við borgarana, eða önnur réttindi þeirra við bólusetningu.

Eins og gildir í svo mörgum öðrum málum, tel ég að best sé að byggja á fræðslu, ekki lagasetningum eða bönnum (í þessu tilfelli skyldu).

Einstaklingar fá þannig að taka upplýsta ákvörðun.

Það er langt í frá að vera óeðlilegt að um bólusetningu sem þessa séu að einhverju marki skiptar skoðanir, rétt eins og lesa má í þessari frétt mbl.is: "Segir ekki tímabært að bólusetja í Þýskalandi."

Öðru hvoru við áramótin má líklega búast við niðurstöðum frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna og Lyfjastofnun Evrópusambandsins.

Neyðardreifing gæti þó verið leyfð fyrr. 

Eðlilega er mikið horft til þessara stóru stofnana og verður fróðlegt að heyra um niðurstöður þeirra.

Það er sömuleiðis líklegt að margir muni fylgjast með fréttum frá Bretlandi á næstu dögum og vikum, en bólusetning þar hefst í dag (þriðjudag).

 


mbl.is Bólusetning gegn veirunni ekki skylda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Systurflokkur" Viðreisnar veitir háum fjárhæðum til andstæðinga fóstureyðinga

Það tíðkast í Eistlandi (og mörgum öðrum löndum) að ríkisstjórnarflokkar geti veitt ákveðnu fé til samtaka sem þau telja þjóðfélaginu til heilla og sinni málaflokkum sem skipti máli.

Í Eistlandi hefur þetta, yfirleitt verið ákvörðun stjórnmálaflokka og jafnvel náð til stjórnarandstöðuflokka, en þó hafa einstakir flokkar ekki tekið þátt, vegna þess að þeir telja slíkt óeðlilegt.

En "systurflokkur" Viðreisnar í Eistlandi, Miðflokkurinn, hefur ekki skorast undan útdeilingu fjármuna, en þetta árið ákvað ríkisstórnin sem flokkurinn leiðir, að standa sameiginlega að úthlutun.

Stærsti einstaki styrkþeginn eru  4ja mánaða gömul samtök, MTÜ Elu Marss ("March For Life" eða (í minni þýðingu) "Göngum fyrir líf"), sem taka afstöðu gegn fóstureyðingum. Styrkurinn til þeirra nam u.þ.b. 21.5 milljónum Íslenskra króna.

Samtökin stóðu fyrir göngu gegn fóstureyðingum fyrr á árinu.

En það er rétt að taka það fram að forsætisráðherra Eistlands og formaður "Miðflokksins" (Keskerakond) Jüri Ratas, lýsti því yfir að það þyrfti ekki að óttast að fóstureyðingar yrðu bannaðar í Eistlandi.

"Umbótaflokkurinn" (Reformikond), (sem er reyndar einnig "systurflokkur" Viðreisnar), tók ekki þátt í úthlutuninni, en það gerði flokkur Sósíaldemókrata.

En hér má lesa frétt Eistneska ríkisútvarpsins um málið og hér er "Pósturinn" (Postimees) með frétt um sama mál.

P.S. Það er rétt að taka það fram, til að forða misskilningi, að persónulega tel ég þessar ákvarðanir ekki tengjast Viðreisn, eða forystufólki þeirra á neinn hátt og fyllilega ómálefnalegt og hálf heimskulegt að reyna að tengja ákvarðanir "systurflokka" við flokkana á Íslandi.

"Flokkabandalögin" á Evrópu(sambands)þinginu (sem er yfirleitt grunnurinn að þessu samstarfi) er skrýtið og "súrt" fyrirkomulag, og helgast af þeim skilyrðum "flokkabandalögum" eru sett og þeim forréttindum sem þau gefa.

Þessi færsla kemur eingöngu til vegna þess að oftar en einu sinni hef ég heyrt forystufólk Viðreisnar reyna að tengja skoðanir "systurflokka" inn í Íslenska pólítík.

Sbr., þessa færslu.

 

 

 


Eitthvað sem áhugavert er að hlusta á

Þó að ég hafi haft lítinn tíma til að þvælast um netið að undanförnu, hef ég rekist á ýmislegt sem ég hef reynt að hlusta á, aðallega fyrir svefninn á síðkvöldum.

Hér eru nokkur hlaðvörp/fréttir/viðtöl sem ég held að vel sé þess virði að hlusta á.  Ekki vegna þess að ég sé 100& sammála því sem þar kemur fram, heldur vegna þess að það er þörf að hlusta það sem hvetur til umhugsunar og að líta á málin frá sjónarhornum sem eru ekki endilega í daglegri umræðu.

Hér fyrst er umræða á milli Brynjars Níelssonar og Sölva Tryggvasonar.  Virkilega fróðlegt samtal sem ég hvet alla til að hlusta á.  Sölvi stendur sig vel og Brynjar sömuleiðis.

Brynar er reyndar einn af fáum þingmönnum sem ég tel vera "nauðsynlega", vegna þess að hann er einn af þeim fáu sem "fjölgar sjónarhornunum"

 

Hér er svo erindi sem Arn­ar Þór Jóns­son flutti á 1. desember fundi.  Erindi er hans fullt af hugsunarvekjandi atriðum sem allir hafa gott af því að velta fyrir sér.

 

 

Loks er eru hér tvö viðtöl úr Harmageddon sem eins og svo oft áður koma með athyglisverð sjónarmið í umræðuna.

Hér er athyglisvert viðtal við Tryggva Hjaltason um stöðu drengja í Íslnenska menntakerfinu.  Virkilega fróðlegt viðtal sem vert er að hlusta á.

Svo er hér annað viðtal úr Harmageddon, við Arnar Sverrisson, sálfræðing, sem hefur skrifað margar greinar um "jafnréttisiðnaðinn". Það er virkilega umhugsunarvert að vísir.is, hafi neitað að birta greinar hans.  En líklega er "takmarkað pláss á internetinu".

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband