Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019
30.8.2019 | 15:56
Hvernig á að framkvæma "Brexit"?
Það er kunnara en frá þurif að segja að meira en skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun að fresta fundum Breska þingsins um nokkrar vikur. Þó er það alvanalegt á þessum tíma, en frestunin verður þó heldur lengri að þessu sinni.
En er Boris Johnson og ríkisstjórn hans að "taka sér alræðisvöld", og ganga gegn stjórnarskránni (sem er þó formlega ekki til)?
Það eru (eins og yfirleitt) ýmis sjónarhorn.
Á Bretlandi er þingbundin Drottningarstjórn (konungsstjórn), en þó með valdalausum þjóðhöfðingja, en forsætisráðherra í raun valdamesti einstaklingur landsins.
En er þó eitthvað sem er valdameira en þingið?
Hvað með Breska kjósendur?
Eru þeir ekki valdameiri en þingið?
Og hvað á þá að gera við þing sem kemur í veg fyrir vilja kjósend, eins og þeir settu fram í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Það er vert að hafa í huga að Breska þjóðin greiddi ekki atkvæði um hvort að Bretland færi úr Evrópusambandinu með samning sem Breska þingið sætti sig við, eður ei.
Hún greiddi aðeins atkvæði um hvort að Bretland ætti að segja sig úr Evrópusambandinu, eða ekki.
Breskir kjósendur greiddu aðeins atkvæði um það sem stóð á kjörseðlinum.
Það er eitt að þing geti talið sig æðra forsætisráðherra, en annað að þingið telji sig æðra þjóðinni.
Það eru því ýmis álitamál í þessu máli. Þarf að vera til leið sem gerir þingi kleyft að stöðva forsætisráðherra, en ekki síður, þarf að vera til leið sem kemur vilja kjósenda fram hjá þinginu?
Ekki síst ef þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu var mun meiri en í þingkosningum til langs tíma og meiri en í þeirri síðust (og þarsíðustu og þeirri þar á undan).
Það er því hægt að líta á þá deilu sem nú stendur yfir um stjórnskipun í Bretlandi frá ýmsum hliðum.
Ekkert bendir til þess að ríkisstjórnin (og drottningin) hafi gengið fram með ólöglegum hætti.
Og svo er auðvitað áríðandi að líta til niðurstöðu þá sem kjósendur gáfu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ætti hún ekki að leiða bæði stjórnvöld og þingið áfram og vera þeirra æðsta markmið?
Yfir milljón undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |