Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Einokun og ofur skattheimta leiða til undarlegra ákvarðanna

Það er rétt, að það er sóun að hella niður góðum bjór, ekki síður en að henda góðum matvælum.

En fyrir því eru ástæður sem fyrst og fremst má rekja til einokunar og ofur skattheimtu.

Einokunar vegna þesss að það er aðeins einn söluaðili og þær eru líklega ekki margar vörutegundir sem fjármálaráðurneytið setur reglugerðir um löglegt sölutímabil.

Ofur skattlagningar, vegna þess að álögur ríkisins eru það stór hluti af vöruverðinu, að afsláttur sem veittur væri t.d. vegna þess að koma þarf vörunni út, væri í raun ekki mikill, því opinberu gjöldin stand að mestu óhögguð.

En þetta er það fyrirkomulag sem svo margir íslendingar virðast vera svo ánægðir með.

Þess má til gamans geta að ég keypti mér dulítið af bjór og víni á útsölu nýlega, hér þar sem ég bý.

Bjórflöskur keypti ég á um það bil 40 krónur stykkið, og svo keypti ég nokkrar "beljur" af rauðvíni og hvítvíni.

Þær inniheldu 3. lítra af þokkalegu áströlsku rauðvíni og veru seldar á 700 krónur íslenskar stykkið.

Góða verðið stafaði af því að stutt var í síðasta söludag.

En vínið rann út og var forðað frá sóun, en slíkt er auðveldara þar sem er ekki ofur skattheimta.

En það er auðvitað erfitt hlutskipti að búa þar sem aðgengi að áfengi er mikið og verðin góð.  Slíkt leggst þungt í íslendinga.

Líklega er það í genunum á okkur.

 

 


mbl.is Fáránleg sóun á jólabjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband