Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Hér er kalt í dag.  Mælirinn sýnid - 18°C þegar ég fór út í morgun, en sólin skein og gerði þetta örlítið bærilegra.  Veðurvefurinn segir að með vindkælingunni megi jafna þessu við mínus 25 stig.

Það er óneitanlega þægilegt að vera kominn aftur inn og með kaffi í bollann.

 


Ólöglegt stjórnlagaþing

Mál málanna undanfarna daga hlýtur að teljast niðurstaða Hæstaréttar, á þann veg að kosingar til stjórnlagaþings hafi verið ólöglegar.

Margt hefur verið sagt um niðurstöðuna og jafnframt um bestu viðbrögðin við þessarri niðurstöðu. 

Ýmsir hafa látið þau orð falla að engin hafi borið skarðan hlut frá borði, og þvi sé niðurstaða Hæstaréttar órökrétt.

Persónulega finnst mér hinsvegar blasa við að niðurstaða Hæstaréttar er til komin vegna þess að réttinum þykir ekki yfir allan vafa hafið að niðurstöður kosninganna hafi verið réttar, eða að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað.

Engin rök hafa til dæmis verið færð fyrir því hvers vegna kjörseðlar voru "númeraðir".  Engin rök hafa verið færð fyrir því hvers vegna frambjóðendum stóð ekki til boða að hafa fulltrúa sína við talningu.

Þar með er ekki sagt að nðurstöðurnar hafi ekki verið réttar, eða að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað.  En kosningar eru þess eðlis að það á ekki að vera neinn vafi.

Þess vegna tel ég að Hæstiréttur hafi ekki átt neins annars kosts en að komast að þeirri niðurstöðu að að kosningarnar væru ólögmætar.

Það er mergurinn málsins, ekki einhver ímynduð "almannaheill", eða því um líkt.

Þess vegna þarf að kjósa aftur ef stjórnlagaþing á að vera einhvers virði.

Annað er hreinlega ekki valkostur.

Hitt er svo líka rétt að það getur ekki talist rétt að atkvæðisbært fólk sem að stærstum hluta sat heima, hafi verið að kalla eftir stjórnlagaþingi, en það er önnur ella eins og stundum er sagt.

 

 

 


Lifandi á ný

Hér hefur ekki verið bloggað um all lang hríð.

Nú verður reynt að bæta bloggið og láta skoðanir í ljós.

Vonandi tekst mér að halda bloggiu lifanid og fersku.

Best er þó að reyna að lofa sem minnstu og láta verkin tala.

Vonandi reynist það vel.

Sjáum til


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband