3.5.2006 | 17:34
Hálfur sannleikur??
Þegar ég fór í gegnum netmoggann eins og ég geri svo oft, þá datt ég um þess frétt. Vissulega hefur þjóðnýtingin í Bolívíu vakið athygli, sem og þróun mála í S-Ameríku, nýr samningur Bolívíu, Venezuela og Kúbu, svo dæmi séu tekin. Sumar greinar sem ég hef lesið tala um stökk til vinstri og þar fram eftir götunum.
En ekkert í þessarri frétt er rangt. En fréttin er stutt og það sem fær pláss í henni, vekur óneitanlega eftirtekt sem og það sem ekki fær pláss.
Það er ekki laust við að þegar fréttin sé lesin undrist maður áhyggjur Evrópusambandsins yfir orkurisanum Exxon-Mobil, og að þeir hvetji yfirvöld Bolívíu til að róa fjárfesta, en þetta er eina fyrirtækið sem minnst er á í fréttinni.
En þegar lesnar eru fréttir í öðrum miðlum, kemur meira í ljós. Vissulega er Exxon-Mobil á meðal þeirra sem hafa fjárfest i Bolívíu, en þeir eru ekki á meðal stærstu "playerana" þar.
Fremst í flokki er brasilíska fyrirtækið Petrobras, svo koma fyrirtæki s.s. spænsk-argentínska Repsol, bresku fyrirtækin British Gas og British Petroleum, franska fyrirtækið Total og svo fyrrnefnt bandarískt fyrirtæki Mobil-Exxon. Eina fjárfesting Mobil-Exxon í Bolívíu er minnihluti í ónýttri gaslind, þar sem Total hefur ráðandi hlut.
Sé þetta tekið með í reikiningin, skil ég betur hvers vegna Evrópusambandið hefur áhyggjur af málinu og hvetur til þess að fjárfestar séu róaðir. Þá skil ég líka betur hvers vegna það virðist fara meira fyrir yfirlýsingum hjá ESB, heldur en Bandaríkjastjórn varðandi þetta mál. Vissulega hafa Bandaríkin af þessu áhyggjur, en líklega er það meira tengt stækkun áhrifasvæðis Venuzuela, en gasvinnslu "per se".
En þessi þjóðnýting kemur fyrst og fremst illa við Brasilíu og Argentínu, sem og auðvitað hin evrópsku fyrirtæki sem hafa fjárfest þar fyrir stórar upphæðir og sjá hugsanlega fram á að bera skarðan hlut frá borði, eða alla vegna mun minni en þau reiknuðu með. Repsol er t.d. með stóran part að sínum "gasbirgðum" í gaslindum í Bolívíu.
Ekki myndi ég segja að þessi frétt væri röng, en hún segir ekki nema hálfan sannleikann.
Fréttir sem ég vitna til þegar ég tala um aðrar miðla eru úr NYT Globe and Mail Globe and Mail
Yfirvöld í Bólivíu hvött til þess að róa niður erlenda fjárfesta í olíuiðnaði landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.