7.1.2007 | 03:00
Jólin í janúar
Það eru býsna margir kunningjar mínir sem eru að halda jól núna og er auðvitað tilhlýðilegt að óska þeim gleði á þessum degi. Þeir eru flestir af Úkraínskum eða Serbneskum uppruna en tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni.
Margir þeirra halda reyndar einnig upp á jólin í desember, það er aldrei hægt að ofgera góðum hlutum segja þeir, en fullyrða þó að "aðaljólin" séu í janúar.
Svo bæta þeir við hálfhlægjandi að þetta sé líka gríðarlega hagkvæmt. Allar búðir hér eru löngu komnar með útsölur, gjafir fást á hálfvirði og stressið og lætin séu liðin. Líklega mikið til í því.
Rússneskum jólum fagnað í Friðrikskapellu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.