Jólin í janúar

Það eru býsna margir kunningjar mínir sem eru að halda jól núna og er auðvitað tilhlýðilegt að óska þeim gleði á þessum degi.  Þeir eru flestir af Úkraínskum eða Serbneskum uppruna en tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni.

Margir þeirra halda reyndar einnig upp á jólin í desember, það er aldrei hægt að ofgera góðum hlutum segja þeir, en fullyrða þó að "aðaljólin" séu í janúar.

Svo bæta þeir við hálfhlægjandi að þetta sé líka gríðarlega hagkvæmt.  Allar búðir hér eru löngu komnar með útsölur, gjafir fást á hálfvirði og stressið og lætin séu liðin.  Líklega mikið til í því. 

 


mbl.is Rússneskum jólum fagnað í Friðrikskapellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband