Svínslegt réttlæti

Það er vissulega að verða vandlifað í heiminum.  Það er erfitt að stíga til jarðar án þess að eiga á hættu að vera talinn vera að mismuna einum eða öðrum.  Þá er auðvitað ekki einu sinni byrjað að velta því fyrir sér hvort að það eigi að teljast óeðlilegt að mismuna einhverjum?  Persónulega finnst mér Frakkar ganga alltof langt með því að banna að gefa svínasúpu, afurð sem er seld, sumsstaðar dýru verði um landið allt.

Ég ætla mér ekki að dæma hvort að annarlegt hugarfar hafi búið að baki þessum súpugjöfum, ég hef ekkert af þessu máli heyrt nema þessa frétt.  En það að súpueldhús geti ekki eldað svínakjöt, jafnvel þó að sé í öll mál, er of langt gengið í rétthugsuninni.

En hvað með veitingastaði sem selja ekkert annað en vörur sem innihalda svínakjöt, eru þeir ekki þá sekir um sömu mismunina? 

Mér dettur fyrst í hug þeir mýmörgu pylsuvagnar sem selja pylsur sem margar hverjar innihalda svínakjöt.  Verða þeir bráðum skyldugir til að selja jafnframt pylsur sem innihalda eingöngu nautakjöt eða lambakjöt?

Það er auðvitað sjálfsagt að taka tillit til annara trúarbragða, en varla hefur neinn verið tilneyddur til að leita til þessa súpueldhúss og varla er það eina súpueldhúsið í Parísarborg, því hljóta þeir sem ekki hugnast svínasúpa að geta leitað annað.


mbl.is Franskir öfgamenn fá ekki að gefa fátækum svínasúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband