Hvalir listamanna

Við hjónin hér að Bjórá fengum margt skemmtilegra gjafa um þessi jól.  Sú gjöf sem mér þykir hvað vænst um (ef til vill vegna þess að ég vélaði að þó nokkru leyti til um þessa gjöf) er útskorinn lítill selur.  Hann er ekki mikill vexti, en haganlega útskorinn og innrammaður á smekklegan máta.  Með þessum litla listgrip fékk ég lítið plagg með mynd af listamanninum og smá klausu sem útskýrði þetta allt saman.

Listamaðurinn er frá Nunavut og selurinn er skorinn út samkvæmt hefðum þar um slóðir.  En það er ef til vill merkilegast í hvað varðar tengsl við þá frétt sem er hér tengd við bloggfærsluna að selurinn er skorinn út úr hvalskíði.  Ég verð því að vona að ég þurfi ekki að skreppa yfir landamærin til Bandaríkjanna fljótlega, þar sem hætta að ég yrði handtekinn vegna þátttöku í verslun með afurðir dýra í útrýmingarhættu.

Þessi frétt, um urðun "hvalaafganga" er því slæm að því leiti að "Hvalsmenn" ættu auðvitað að bjóða Íslenskum handverks- og listamönnum að nýta sér það hráefni sem þarna var urðað. 

En það er með hráefni listamanna, hér í Kanada og Bandaríkjunum veiða frumbyggjar árlega þónokkuð af hvölum, og eru Bandaríkjamenn með mestu hvalveiðiþjóðum heims, veiða mun meira en Íslendingar.  Segir það ekki sína sögu um hvað hvalirnir eru í mikilli útrýmingarhættu.

Hitt er svo til fyrirmyndar að frumbyggjarnir leggja sig fram um að nýta hvalina út í hörgul.  Þannig er ég því orðinn stoltur eigandi af smá bút af stórum hval.

 
mbl.is Bandaríkjamenn hætta við aðstoð við endurskoðun á flokkun langreyðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband