5.1.2007 | 15:27
Eru viðskiptin við Whole Foods þá "hvalræði"?
Þetta er ákaflega merkileg frétt og gott innlegg í umræður undanfarinna vikna. Þessi frétt svarar líka þeirri spurningu sem ég hef kastað fram oftar en einu sinni hér á bloggi mínu um hvers virði útflutningur Íslendinga á landbúnaðarafurðum til Bandaríkjanna væri.
Það er þó rétt að taka fram að hér er eingöngu verið að ræða um lambakjöt, enn vantar tölur fyrir skyr og eitthvað annað smálegt, sem óskandi er að komi fram á næstunni.
Hvar eru þeir nú sem töluðu sem hæst um að hvalveiðar stofnuðu þessum mikilvægu viðskiptum í hættu? Þessum viðskiptum er í raun sjálfhætt alla vegna hvað lambakjöt varðar, hvalveiðar eða ekki hvalveiðar, það er ekki ástæða til að rækta viðskiptasambönd sem endalaust tap er á.
Hitt er svo augljóst að ef ekki næst að vinna markað fyrir hvalkjötið hljóta veiðar að hætta sjálfkrafa, ég hef ekki trú á því að nokkur hafi áhuga á að stunda hvalveiðar og borga með þeim ár eftir ár.
Að lokum væri gaman ef fjölmiðlamenn fylgdu þessu eftir og upplýstu almenning um hvernig hið opinbera hefur komið að útflutningi og kynningu á Íslenskum landbúnaðarvörum og hver hefur verið kostnaður almennings á þeim tíma sem hér er nefndur, þ.e. 2001 til 2006. Það væru vissulega fróðlegar upplýsingar.
Tap á viðskiptum við Whole Foods | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar, Viðskipti | Facebook
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.1.2007 kl. 09:33
Það fylgir ekkert sögunni hvað Íslenska ríkið hefur eytt í "lobbí-isma", fyrir hvalveiðar, mér finnst að það mætti allveg skoða það.
Þorvar (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 10:52
Það væri gott mál vita kostnað sem Íslenska ríkið hefur lagt í til að vinna að vinna hvalveiðum fylgi, allar slíkar upplýsingar eru vel þegnar og eiga að koma fram. Auðvitað kostar vera Íslendinga í Alþjóða hvalveiðiráðinu fé, og eitthverju fé hefur sjálfsagt verið varið til að kynna okkar málstað hvað varðar hvalveiðar. Ég reikna þó með (án þess að geta fullyrt) að sá kostnaður blikni til hliðar við þann kostnað sem hefur verið varið til útflutnings á Íslenskum landbúnaðarafurðum.
G. Tómas Gunnarsson, 6.1.2007 kl. 22:16
Guðni Ágústsson landbúnaðaráðherra er framsóknarmaður af gamla skólanum og
honum fyrirgefst því margt, auk þess er hann skemmtilegur pólitíkus
Hann verður samt að hætta þessarri hringavitleysu við að reyna að koma lambakjötinu
inn í stórmarkaði þar vestra. Öðru máli gæti gengt um dýra veitingastaði.KPG.i
Kristján P. Gudmundsson, 8.1.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.