Hverjir kaupa?

Það er vissulega eitt og annað sem ég skil ekki til fullnustu í Íslensku fjármálalífi, eitt af því er hverjir eru kaupendur af þessum krónu eða jöklabréfum.

Vissulega eru vextir góðir á Íslandi, en gengisáhættan vinnur þar á móti. Þetta er nú eitt af því sem ég segi þeim Kanadamönnum sem hafa áhuga á því að ávaxta peningana sína á Íslandi, þegar þeir heyra að þeir geti fengið yfir 12% vexti, aðeins með því að leggja peningina sína inn á bankabók.  Sambærilegir vextir hér eru um 3%.

En varla hafa þeir sem hafa átt krónubréf síðastliðið ár ávaxtað sitt pund.  En hverjir eru það sem hafa það mikla trú á krónunni að þeir eru að kaupa þessi bréf? 

Eða eru þetta það lágar upphæðir að þetta samsvarar því að leggja ofulítið á "rautt" og sjá til hvað gerist?

Eru einhversstaðar til upplýsingar um hverjir það eru sem eru að kaupa þessi bréf?  Ábendingar vel þegnar.

 


mbl.is Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir 320 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband