4.1.2007 | 18:59
Hverjir kaupa?
Það er vissulega eitt og annað sem ég skil ekki til fullnustu í Íslensku fjármálalífi, eitt af því er hverjir eru kaupendur af þessum krónu eða jöklabréfum.
Vissulega eru vextir góðir á Íslandi, en gengisáhættan vinnur þar á móti. Þetta er nú eitt af því sem ég segi þeim Kanadamönnum sem hafa áhuga á því að ávaxta peningana sína á Íslandi, þegar þeir heyra að þeir geti fengið yfir 12% vexti, aðeins með því að leggja peningina sína inn á bankabók. Sambærilegir vextir hér eru um 3%.
En varla hafa þeir sem hafa átt krónubréf síðastliðið ár ávaxtað sitt pund. En hverjir eru það sem hafa það mikla trú á krónunni að þeir eru að kaupa þessi bréf?
Eða eru þetta það lágar upphæðir að þetta samsvarar því að leggja ofulítið á "rautt" og sjá til hvað gerist?
Eru einhversstaðar til upplýsingar um hverjir það eru sem eru að kaupa þessi bréf? Ábendingar vel þegnar.
Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir 320 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.