Skrumað

Mín skoðun er að það ekki síst skrum sem þetta sem veldur því að staða Samfylkingar er ekki betri en raun ber vitni nú um stundir.

Fólk sér í gegn um fyrirspurnir sem þessa sem virðist eingöngu gerð í þeirri von að komast í blöðin og að lesendur (kjósendur) muni ekki að Samfylkingin (eða fyrirrennarar) stjórnaði (ásamt öðrum) borginni í gegnum R-listann undanfarin 12 ár þangað til síðastliðið vor.

Ætli Samfylkingarmenn hafi einfaldlega ekki hugmynd um hvernig samskiptum borgarinnar og Byrgisins hafa verið, eða eiga þeir von á því að þau hafi tekið stakkaskiptum á undanförnum 6 mánuðum?

Þetta er ekki til þess fallið að auka traust á tiltrú á borgarstjórnarflokki Samfylkingar.

Ætli Ingibjörg myndi ekki segja að almenningur treysti honum ekki til að stjórna borginni? 


mbl.is Spyrja um fjárhagsleg samskipti Reykjavíkur og Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Það er útaf látunum í Samfó í Reykjavík sem Samfó á landinu nýtur svona lítils trausts. Hver man ekki eftir IS sem borgarstjóra.

Birna M, 4.1.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband