28.10.2009 | 21:41
Fram og aftur um blindgötuna
Það ber auðvitað að fagna því ef að taka á ákörðunina um orkuskatt til endurskoðunar. En það á vissulega eftir að sjá hver niðurstaðan verður, í þessari tilkynningu er ekkert minnst á það.
En það sem vekur upp spurningar fyrst fremst eru vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.
Þegar þessiu skattur fyrst dúkkar upp er verið að tala (eftir því sem mér hefur skilist) um krónu á kílówattstund. Iðnaðar og orkumálaráðherra kemur af fjöllum, segist aldrei hafa heyrt af þessu og hún muni aldrei samþykkja slíkar álögur.
Þá er farið a tala um 25 aura á KWstundina.
Nú er óljóst gefið í skyn að hætt verði við allt saman.
Í hvaða ljós setur þetta ríkisstjórnina og Íslenska stjórnsýslu?
Hvernig var staðið að undirbúningi þess að koma á þessum skatti? Var unnin álitsgerð um hugsanleg áhrif skattlagningarinnar á atvinnulíf og erlenda fjárfestingu?
Á meðan þessi hringsnúningur hefur átt sér stað hafa erlendir aðilar sem hafa áhuga á fjárfestingum á Íslandi haldið að sér höndum og gera það líklega enn um sinn, enda niðurstaða ekki fengin.
Það sem verra er, fjárfestingaraðilar hljóta að velta því fyrir sér hvernig ákvarðanir í skattamálum og annarri stjórnsýslu eru teknar á Íslandi. Hvort að það sé ekki best að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá landi þar sem undarlegar geðþótta ákvarðanir (sem ráðherrar málaflokksins hafa ekki einu sinni heyrt af) virðast ráða för.
Áform um orkuskatt endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.