Helgi forseti er ekki þjóðkjörinn.

Ég vil auðvitað óska Helga til hamingju með forsetaembættið.  Það er gott fyrir Íslendinga að eiga þokklegan forseta og Helgi er vel að starfinu kominn.

En mér finnst ekki rétt hjá mbl.is að segja að fulltrúar á Norðurlandaráðii séu þjóðkjörnir:

"Í Norðurlandaráði sitja 87 þjóðkjörnir fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð auk fulltrúa Færeyja, Grænlands og Álandseyja."

Það er enginn kjörinn af þjóðunum til að sitja í Norðurlandaráði, þeir sem sitja í Norðurlandaráði hafa hins vegar verið kjörnir af þjóðunum til að sitja á þingi, hverrar um sig, sem síðan kýs þá eða skipar til setu í Norðurlandaráði.

En á þessu tvennu er að mínu mati mikill munur.  Enginn er lýðræðislega kjörinn til setu í Norðurlandarráði, heldur má segja að skipað sé þingræðislega í ráðið.

En það breytir því ekki að ég vona og hef fulla trú á Helga í forsetastólnum.


mbl.is Helgi Hjörvar verður forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Athygliverður punktur, en mundirðu þá ekki segja að ráðherrar væru þjóðkjörnir, forseti alþingis o.s.fr.v.?

Strangt til tekið er enginn þeirra þjóðkjörinn heldur byrja hrossakaupin um leið og kjörkassar eru innsiglaðir.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.10.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Í mínum huga er enginn vafi á því að ráðherrar eru ekki þjóðkjörnir og raunar hef ég engan heyrt halda því fram.

Forseti Alþingis er að sjálfsögðu ekki þjóðkjörinn.  Til að vera þjóðkjörinn þarf viðkomandi að vera kjörinn af þjóðinni, í það embætti sem tiltekið er. 

Ráðherra er ekki þjóðkjörinn, sem slíkur, þó að hann sé þjóðkjörinn á Alþingi.  Enda er ekki skilyrði að ráðherra sitji á Alþingi, eins og flestum er líklega kunnugt.

Að tala um að í Norðurlandaráði sitji þjóðkjörnir menn, er að mínu mati algjör vitleysa.  Allir þeir einstaklingar sem þar sitja kunna að vera þjóðkjörnir á þing þeirra landa sem þeir sitja í Norðurlandaráði fyrir.  En ekkert þjóðkjör fer fram til Norðurlandaráðs.

G. Tómas Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 13:48

3 identicon

Rangt hjá þér. :)

Á Norðurlandaráði sitja víst 87 þjóðkjörnir fulltrúar.

Hver einn og einasti þeirra er þjóðkörinn í sínu heimalandi.

Enginn að tala um annað.

Unnar Geirdal (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:01

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má vissulega toga og teigja það þannig, en það er ekki rökrétt.

Þeir sitja ekki í Norðurlandaráði sem þjóðkjörnir einstaklingar, enda engin þjóð sem kaus þá þangað.

Það er eins og að segja að þingmenn sem fari á þing Sameinuðu þjóðanna sitji þar  þjóðkjörnir á því þingi.

Það hefur enda aldrei verið minnst (mér vitanlega) á fulltrúa í Norðurlandaráð, eða á t.d. þing Sameinuðu þjóðanna í kosningabaráttu, hvað þá að væntanlegum fulltrúum hafi verið stillt upp á lista sem þjóðin hafi kosið um.

Ég lít svo á að orðalag mbl.is sé rangt, en í besta falli (ef reynt er að líta á það eins jákvætt og mögulegt er) er það villandi.

G. Tómas Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 22:09

5 identicon

nei nei nei, þú ert einfaldlega að misskilja :)

Sjáðu til, orðið "þjóðkjörnir" er notað í þessu samhengi til að skilgreina stöðu þeirra sem sitja á Norðurlandaráði.

Semsagt, ef það er ekki tekið fram að allir 87 fulltrúar þess séu þjóðkjörnir, væri hægt að álíta að þarna sætu menn sem væru ekki þjóðkjörnir í heimalandi sínu.

Svo þetta er ekki villandi, heldur einfaldlega "beinandi" :D

En hinsvegar, má færa rök fyrir því að þetta sé villandi þar sem það vafðist allavega fyrir þér, og örrugglega fleirum. ;)

En ég lít á þetta sem rétt.

Unnar Geirdal (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:00

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þeir eru ekki þjóðkjörnir til þess að sitja þarna.  Það er staðreyndin.

Ráðherra er ekki þjóðkjörinn þó að hann sé (flestir ráðherrar) þjóðkjörinn sem alþingismaður.

Alþingismaður er heldur ekki þjóðkjörinn í Norðurlandaráð.  Þjóðin hefur ekkert með það að gera hverjir sitja í Norðurlandaráði.

G. Tómas Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 23:21

7 identicon

Þú ert ekki að ná þessu semsagt.

Ég skal samt reyna einu sinni enn. :)

Allir þessir 87 fulltrúar sem sitja þarna, eru þjóðkjörnir.

Þú ert ekki þjóðkjörinn? (Nema ef svo vill til þá skal ég taka mig sem dæmi ;))

Þannig að ef þú sætir á þessu þingi, væri ekki hægt að segja að þeir væru allir þjóðkjörnir.

Jóhanna Sigurðardóttir er þjóðkjörinn ráðherra, Gylfi Magnússon er það ekki.

Það er verið að tala um í þessu samhengi að allir á ráðinu hafa "statusinn" þjóðkjörinn.

En ég skil þig alveg, embættið sem slíkt, að sitja á Norðurlandaráðinu krefst þess ekki að menn séu kjörnir. Sama og með ráðherra, forseta Alþingis og svo framvegis.

En í samhenginu í fréttinni er ekki rangt að segja "87 þjóðkjörnir fulltrúar".

Sérstaklega því ef það væri ekki sagt, mundi ég fara að pæla úr hvaða hópi fólks væri skipað í þetta ráð. Svo ég er þakklátur mbl.is að taka fram að hópurinn skuli innihalda eingöngu þjóðkjörna einstaklinga. Annars hefði ég átt á hættu að misskilja þetta stórlega, og hefði getað farið að þræta um það við einhvern á blogginu ;)

Unnar Geirdal (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 01:07

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það sérst þú sem ert að misskilja þetta.

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki þjóðkjörinn ráðherra.  Hver kaus hana sem ráðherra?

Hún er hins vegar þjóðkjörinn alþingismaður, á því er reginmunur.

Ráðherrar á Íslandi eru einfaldlega ekki kjörnir af þjóðinni, það er ekki gert ráð fyrir því í Íslenskri stjórnskipan.

Í þingvallanefnd eru ekki þjóðkjörnir einstaklingar, þar sitja hins vegar yfirleitt einstaklingar sem eru þjóðkjörnir alþingismenn.

Sbr. þessa Wikipedia færslu:   Á þinginu sitja 87 fulltrúar frá norrænu löndunum fimm og sjálfstjórnarsvæðunum þremur. Fulltrúarnir eru skipaðir af viðkomandi þingi eftir tillögum stjórnmálaflokka og eru þannig ekki lýðræðislega kjörnir.

Samkvæmt Íslenskri orðabók, þýðir þjóðkjörinn sá sem er kjörinn í beinum kosningum. 

Hvernig getur það átt við Norðurlandaráð?

G. Tómas Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband