6.10.2009 | 14:51
Líst einhverjum vel á fjárlögin?
Ég hef ekki trú á því að nokkrum manni lítist vel á fjárlögin Íslensku, en það er ekki ólíklegt að það sé af mörgum mismunandi ástæðum.
Margir hafa rekið upp ramakvein vegna þess að "þeirra" málaflokkur hefur orðið fyrir "óverðskulduðum" niðurskurði. Við því var að búast. Ráðherrar hafa orðið undrandi á því að sjá tekjustofna í "þeirra" málaflokki í frumvarpinu og þar fram eftir götunum.
Margir eru á því á Hið opinbera eigi að fara mun hægar í sakirnar og safna mun meiri skuldum, hér sé allt of mikill niðurskurður.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki haft tíma til þess að leggjast í miklar stúdíur á fjárlagafrumvarpinu, en af fréttum að dæma færi ég í þann flokk sem finnst ekki nóg að gert. Það þyrfti að skera mikið hraustlegar niður.
Ég held að Íslendingum væri hollt að rifja upp ráð Person, þegar hann kom til Íslands. Að það þurfi að horfast í augu við vandann, betra að reyna að takast á við hann skarpt, skera niður og horfa svo fram á veginn til betri tíma.
Lán og skuldasöfnun eru aldrei ókeypis og allra síst á tímum eins og þessum. Nú er tími til þess að skera "fitulagið" af hinu opinbera, spara útgjöld og ekki síst vaxtagreiðslur og afborganir í framtíðinni.
Líst illa á fjárlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.