En hvað með hvalinn?

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort að þessi spákona hafi ekki heyrt af hvalveiðum Íslendinga, eða hvort henni er einfaldlega alveg sama?

Sjálfur hallast ég helst að því að henni sé alveg sama, rétt eins og svo mörgum öðrum sem sækja í góðan mat.  Þeir spyrja um hvernig maturinn er framleiddur, muna hvernig hann er á bragðið, en spá minna í hvað samlandar eða nágrannar viðkomandi matvælaframleiðanda hafast að, enda væri varla hægt að snæða nokkurn skapaðan hlut án samviskubits (fyrir þá sem eru þannig innstilltir) ef allir væru dæmdir eftir samlöndum sínum eða nágrönnum.

Það verður heldur aldrei af Íslenskum matvælum tekið að í heildina litið eru þau góð.  Því held ég að það gæti vel ræst að Íslensk matvæli verði vinsæl á næsta ári og jafnvel árum.

Hitt vil ég benda á að það vantar að í Íslenskum fréttum sé greint frá því verði sem fæst fyrir Íslensk matvæli í Bandaríkjunum sem annarsstaðar erlendis, hvernig koma Íslenskir bændur frá þessu, eru þeir að efnast á þessari sölu, myndu þeir vilja auka framleiðsluna (án nokkurra styrkja) til að koma auknu magni á markað erlendis?

Er verðið það gott að þetta sé gróðaleið fyrir Íslenska bændur?


mbl.is Spáir íslenskum matvælum vinsældum í Bandaríkjunum á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband