Hvað skyldi þurfa að skipta oft ...

... um seðlabankastjóra, eða semja mörg ný lög um bankann, þangað til Íslenska vinstristórnin verður komin með bankastjóra sem er ásættanlegur?

Fer ekki að styttast í að Jóhanna, Steingrímur og Össur komi fram og segi að endurreisn Íslensks efnahags standi og falli með því að skipta um seðlabankastjóra, eða að "taka yfir" Seðlabankann?

Hvað má Seðlabankinn oft valda vonbrigðum?

Sbr. þessa frétt á RUV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ætli það þurfi ekki að koma lýðræðislegu valdi yfir þessa stofnun og peningarstefnuna almennt.

Héðinn Björnsson, 28.9.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er spurning í hvaða formi það lýðræðislega vald ætti að vera?  Almenn kosning seðlabankastjóra?  Ég held að það gæti orðið skrípaleikur.  Auðvelt að lofa vaxtalækkunum.

Svo er auðvitað möguleiki að lýðræðislega kjörnir fulltrúar taki stjórnina yfir, stórnmálamenn ákveði vaxtastig og annað slíkt.  Seðlabankinn verði deild í forsætisráðuneytinu.

Ég held að það yrði ekki til bóta.

G. Tómas Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband