27.9.2009 | 05:44
Hættulegar skattahækkanir
Ég held að það sé rétt að skattahækkanir geti verið hættulegar eins og nú er ástatt á Íslandi.
Hættan fellst ekki síst í því að hækkanirnar munu ekki skila auknum tekjum, heldur virka letjandi um allt þjóðfélagið og jafnvel verða til þess að skattstofnar dragist saman, enn meir en orðið er.
Í stað þess ætti ríkisstjórnin að ganga mun harðar fram í niðurskurði, enda hef ég trú á að það megi finna fleiri pósta en að hætta að kaupa dagblöðin.
P.S. Tek mér það bessaleyfi að birta hér frábæra skopmynd Halldórs Baldurssonar frá í júní síðastliðnum, sem eins og oft segir meira en mörg orð. Vona að mér fyrirgefist þessi myndstuldur.
Háskaleikur að hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.