Ríkisstarfsmenn sem sitja og gera ekki neitt

Þessi frétt af Vísi er virkilega fróðleg.

Samkvæmt henni safnast fyrir fé í gríðarmiklum mæli hjá Íslenskum bönkum.  Þar situr þar engum til gagns og bankarnir þora ekki að lána það út.  Þykjast líklega ekki finna neinn nógu verðugan lántakenda, eða það að eftirspurn eftir lánsfjármagni er einfaldlega ekki til staðar.

Hvernig það rímar svo við að það sem mest vanti í Íslenskt hagkerfi sé erlent lánsfé veit ég ekki.

Til hvers þarf aukið erlent lánsfé ef innlendir bankar eru að fyllast af fé?

En ef til vill er sannleikann að finna í síðustu málsgreininni í fréttinni, þar segir:

Allir verði afskaplega hræddir. „Svo eru allir opinberir starfsmenn í raun og veru í bönkunum eins og er óbeint á vegum ríkisins. Þá er kannski besta og auðveldasta lausnin að sitja og gera ekki neitt vegna þess að það mun enginn saka þig fyrir það, en það er auðvitað mjög slæmt fyrir heildardæmið," sagði Már.

Er það ef til vill stærsta vandamálið, að tregðulögmál ríkisafskipta er að skapa Íslendingum aukið böl?

Ef þú gerir ekkert, er erfitt að kenna þér um að hafa gert mistök.  En að gera ekkert getur einmitt verið versta niðurstaðan.

Ef til vill hittir Már þar naglann á höfuðið, að það sé ekki fjármagn sem vantar, heldur traust og þor.

Ef til vill er þar einmitt þar sem núverandi ríkisstjórn hefur skilað minnstum, eða ef til vill neikvæðum árangri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband