Bara viðskipti

Nú fara margir hamförum og hneykslast á hvernig viðskipti Jóns Ásgeirs hafa gengið fyrir sig.  Hvernig hann hefur getað haldið eignum sínum, án þess að borga í raun fyrir það, heldur eingöngu með tilfærslu skulda.

Vissulega eru lýsingarnar ekki fagrar, en það verður að virða Jóni Ásgeiri það til málsbóta að hann telur sig eðlilega í fullum rétti til að véla svona, staðsettur báðum megin borðs.  Íslenskir dómstólar (bæði héraðs og Hæstiréttur) eru nefnilega búnir að leggja línuna í þessum efnum.

Þetta eru "bara viðskipti".

Fyrst það er í lagi að einstaklingur fái lán hjá almenningshlutafélagi til að kaupa verslunarkeðju, sem hann síðan selur sama almenningshlutafélaginu nokkrum vikum síðar með góðum hagnaði, hvers vegna skyldi ekki vera í lagi að kaupa eins og nokkrar verslanir út úr "lokuðu" hlutafélagi með smá snúningi?

Er ekki tímabært að hið opinbera hætti þessum ofsóknum á hendur Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans?

Er ekki tímabært að einhverjir stjórnmálamenn taki nú upp hanskann fyrir Baugsfjölskylduna?  Nú eða í það minnsta einhverjir "álitsgjafar" eða stjórnmálafræðingar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband