Klón á diskinn minn?

Það hefur vakið athygli víða um heim að FDA (Bandaríska fæðu og lyfjastofnunin) hefur skorið úr með það að klónuð dýr séu á allan hátt sambærileg við önnur dýr og að afurðir þeirra skeri sig ekki frá afurðum "hefðbundinna" dýra.

Í framhaldi af þessu hefur stofnunin ákveðið að ekki þurfi að merkja afurðir frá eða af klónum sérstaklega.

Í frétt Globe and Mail mátti t.d. lesa eftirfarandi:

"“Meat and milk from clones and their progeny is as safe to eat as corresponding products derived from animals produced using contemporary agricultural practices,” FDA scientists Larisa Rudenko and John C. Matheson wrote in the Jan. 1 issue of Theriogenology."

"Labels should only be used if the health characteristics of a food are significantly altered by how it is produced, said Barb Glenn of the Biotechnology Industry Organization.

“The bottom line is, we don't want to misinform consumers with some sort of implied message of difference,” Ms. Glenn said. “There is no difference. These foods are as safe as foods from animals that are raised conventionally.”"

Ekki ætla ég að mótmæla þessum niðurstöðum, enda hef ég ekki sérfræðiþekkingu á málinu, en get þó vel skilið andstöðu ýmissa hópa, sérstaklega hvað varðar merkingu, en ég er þeirrar skoðunar að öll upplýsingagjöf til neytenda sé af hinu góða, enda auðveldi það þeim að taka ákvarðanir.  Sjálfur held ég að ég geti vel hugsað mér að snæða afurðir klónaðra dýra, en endurtek að ég tel upplýsingagjöf alltaf af hinu góða.

Hitt ber þó á að líta, að líklega mun markaðurinn sjálfur taka að sér þessa upplýsingagjöf, það er að segja með öfugum formerkjum, því þeim á án efa eftir að fjölga mikið þeim vörum sem sem segja með merkingum að engin klónuð dýr eða afurðir frá þeim hafi komið nálægt framleiðslu á viðkomandi vöru.  Þannig ættu þeir sem ekki vilja neyta afurða af klónunum eða geta fundið vörur við sitt hæfi.  Líklega munu þeir framleiðendur þó nota tækifærið og hækka verð sitt hægt og rólega, enda "hækka" vörur þeirra um flokk, í það minnsta í huga sumra neytenda.

En það verður fróðlegt að fylgjast með þessari umræðu á næstu árum og hvaða ákvarðanir önnur ríki taka.

En hér má sjá frétt Globe And Mail og hér frétt The Times.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

FDA hefur nú í gegnum tíðina sammþykkt ansi margt sem hefur verið mis mannvænt.. Það er ansi oft erfitt að átta sig á því hvort þeir eru að vinna með hagsmuni neytenda að leiðarljósi eða peningapyngju þeirra sem eru að markaðsetja vörur..  Veistu hvaða þátt FDA í að koma Aspartame ( nutrasweet´) markað? Ef ekki og þú hefur áhuga á að vita það þá hef ég þær. Þvílíka plottið.Hér er slóð inn á síðu sem fjallar mikið um erfðabreytt matvæli..http://www.gmwatch.org

Agný, 29.12.2006 kl. 19:39

2 identicon

Þetta með að vilja ekki borða borða matarafurðir frá einræktuðum dýrum ekki hluti af fáfræði og fordómum bara? Allsekki illa meint.
En mikið af fólki sem heldur því fram að það myndi aldrei borða erfðabreytt matvæli t.d. hikar ekki við að fá sér banana og er himinlifandi  yfir  steinalausum  vínberjum. 

Jónatan (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband