7.9.2009 | 14:17
Undarleg myndskreyting
Fréttir um niðurskurð eða samdrátt í heilbrigðiskerfinu er ábyggilega ekki það sem margir vildu helst lesa. Fréttir um uppsagnir á vinnustað sínum gleðja heldur engan.
En líklega er staðan sú á Íslandi að velta þarf um hverju steini, þar er heilbrigðiskerfið ekki undanskilið. Það er líka vert að hafa í huga að þó að fjárframlög færist til baka "nokkur ár", þá er ekki eins og steinöld hafi ríkt á þeim árum í Íslenska heilbrigðiskerfinu. Það er heldur ekki saman sem merki á milli fjárútláta í heilbrigðisþjónust og gæða þjónustunnar. Það kom skýrt fram í skýrslu sem unnin var um heilbrigðiskerfi í Evrópu.
En ég verð að segja að mér þykir myndskreytingin við þessa frétt nokkuð undarleg. Framan af er hefðbundin myndskreyting, talað við lækna og starfsfólk sýnt að störfum.
Endirinn sýnir síðan Landsspítalahúsið á byggingastigi. Ég velti fyrir mér hver er tilgangurinn með því að sýna húsið sem hálfkaraða byggingu? Húsið sem skel með tómar gluggatóftir
Er verið að gefa í skyn að heilbrigðiskerfið muni ekki bera sitt barr, eftir niðurskurðinn? Eftir verði tómar byggingar með takmarkaðri þjónustu? Eða hverfur heilbrigðiskerfið aftur til þess tíma sem ríkti áður en Landsspítalinn var byggður?
Myndmál í fréttum er vissuleg vand með farið.
Starfsfólk óttast uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.