1.9.2009 | 23:36
Offramboð á peningum?
Þær eru býsna margar fréttirnar sem eru býsna misvísandi frá Íslandi þessa dagana.
Mikið hefur verið fjallað um nauðsyn þess að styrkja orðspor Íslands erlendis og fá erlent lánsfé til landsins til þess að efla atvinnulífið.
Þessi frétt segir hins vegar af því að Íslenska bankakerfið sé býsna bólgið af peningum. En líklega eru bankarnir varfærnir, krefjast góðra áætlana og aðhaldssams reksturs.
Einhversstaðar sá ég að það vantaði í raun ekki fé á Íslandi, heldur góða fjárfestingarkosti.
Lánsfé virðist vera til innanlands, en skortur á góðum lántakendum. Ef til vill ekki ný saga.
En spurningin er ef ríkisstjórnin telur svo mikla þörf á því að fá erlent lánsfjármagn til Íslands, hverjum á að lána það?
Hinu opinbera?
Mikið laust fé í fjármálakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að vandamálið sé að bankarnir eru fullir af íslenskum krónum. Það tekur enginn erlendur lánadrottin við íslenskum krónum sem greiðslu. Erlent lánsfé þarf til að halda áfram að eiga viðskipti við útlönd og greiða skuldir erlendis, eins súrt og það er nú allt saman.
Kristinn (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:31
page { margin: 0.79in } P { margin-bottom: 0.08in } -->
Kreppan í heiminum í dag er öðruvísi kreppa en hefur verið nokkurn tíma áður og verður ekki leyst með sömu ráðum og menn hafa notað fyrr eða með því prenta peninga og pumpa út bankana. Þetta er OFFRAMLEIÐSLUKREPPA of mikið af bílum, mat, og allskonar ...drasli og ekki síst peningum. Menn geta ekki leyst kreppuna fyrr en menn átta sig á þessu og koma með nýjar lausnir
Hvað þýðir að vera pumpa peningum inn í banka og heimta að peningarnir verði lánaðir út til koma hlutunum af stað þegar fyrirtækin eru nú þegar að framleiða vörur sem þau selja ekki eða með tapi.
Ný vandamál kalla á nýjar lausnir. Það sem ég óttast mest að menn átti sig ekki á þessu og geri eitthvað fyrr en allt er komið í kalda kol sem endar venjulega með stríði en núna með borgarastyrjöldum
Ég held að lausnin felist í því að koma vanþróuðu ríkjunum á lappirnar. Hvernig sem það verður útfært veit ég ekki en ég held að lausnin liggji þar en það tekur tíma
Fyrsta skrefið gæti verið að setja alla lausa aura í að þróa mengunarlausa orkugjafa. það gæti verið lausn til að örva hjá okkur til skamms tíma. Til að hjálpa okkur sjálfum ættu vestrænar þjóðir að setja allt effort í að mennta afríku, suður Ameríku og Asíu. það gæti verið byrjunin. Dreifa milljónum manns sem ganga atvinnulausir hjá okkur til þessara landa til að mennta og hjálpa þeim. þetta er fjárfesting til framtíðar
page { margin: 0.79in } P { margin-bottom: 0.08in } H3 { margin-bottom: 0.08in } H3.western { font-family: "Nimbus Roman No9 L", serif } H3.cjk { font-family: "DejaVu Sans" } H3.ctl { font-family: "DejaVu Sans" } -->Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 2.9.2009 kl. 12:04
Þakkir fyrir þetta.
Vissulega eru krónur í Íslensku bönkunum, en það ætti að duga til að lána Íslenskum fyrirtækjum í flestum tilfellum. Það er líka rétt að hafa í huga að undanfarna mánuði hefur vörskiptajöfnuðurinn verið hagstæður, það er meira verið flutt út en inn.
En það er alltaf talað um að það þurfi erlent lánsfé til að koma fyrirtækjunum af stað. En það virðist vera til lánsfé, en bankarnir finna ekki lántakendur sem þeir vilja treysta fyrir því. Að þeir finnist frekar með erlendu fé, þykir mér ótrúlegt.
Gunnar, þetta eru áhugaverðar vangaveltur hjá þér, en það sem vantar er ekki nauðsynlega menntun, þó að hún sé vissulega af hinu góða.
Það sem vantar er traust. Það er vissulega auðveldara að nefna en afla.
G. Tómas Gunnarsson, 2.9.2009 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.