1.9.2009 | 17:15
Nýtt líf á nýja Íslandi
Ég sá það á netflakki mínu í morgun að alþingismaður einn hefur áskilið sér rétt til að lögsækja bloggara einn, ef hann láti ekki af því að hafa uppi vangaveltur um að umræddur þingmaður (sem ég þori auðvitað ekki að nefna á nafn, af ótta við lögsókn) sé hugsanlega að ganga í Framsóknarflokkinn.
Umræddur þingmaður var, eftir mínum bestu heimildum, all lengi félagsmaður í Framsóknarflokknum og sóttist stíft eftir því að skipa efsta sæti á einum lista flokksins í síðustu kosningum.
En nú er það auðvitað ærumeiðandi að einhver skuli halda því fram að hann gangi hugsanlega í Framsóknarflokkinn.
Ef minni mitt svíkur ekki hefur sami þingmaður oft haft orð á nauðsyn frjálsrar umræðu og haft á takteinum orð eins og þöggun og því um líkt.
En nú mega bloggarar ekki velta því fyrir sér hvort þingmenn gangi hugsanlega í stjórnmálaflokka.
Það er vissuleg margt skrýtið í kýrhausnum, en líklega boðar þetta nýtt líf á nýja Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að Þráinn Bertelson sé klikkaður, kannski er það ættgengt, eða eitthvað.
En ég held jafnframt að þeir í Borgarahreyfingunni séu ennþá bilaðri, að taka hann í hreyfinguna.
Viðkvæmni Þráins sýnir bara, að hann hefur ekki þann skráp, sem þingmaður þarf.
Börkur Hrólfsson, 1.9.2009 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.