25.12.2006 | 05:22
Drukkin jólin
Ég veit ekki alveg hvort ég á að vera stoltur eða skammast mín akkúrat núna. En ég drakk inn jólin fyrir stuttu síðan.
Jólín urðu svona "fusion", "Íslensk"Eistnesk" "skrýtin" "drukkin" "ákaflega gaman þá jólin"..
Pabbi Eistnesks vinar míns var jólasveinninn, "Foringinn" fílaði það í botn, eftir nokkurn tíma. Eistneskur vodki, Moldavískt koniak, kanadískt rauðvín, grafinn lax, kanadískt hangikjöt og hvítur fiskur, kökur og meira vín, kartöflusalat, rauðkál, frosið vodka.
Ég veit ekki 100% hvað ég á að segja meir, nema það að tilveran er yndisleg, hvernig sem það er á hana litið.
Gleðileg jól.
Jólin gengin í garð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Athugasemdir
Er einhver ástæða til að skammast sín fyrir að njóta jólanna? Drakk Jesú ekki sjálfur? Gleðileg jól!
Villi Asgeirsson, 25.12.2006 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.