Um hvað var rifist?

Það er hálf undarlegt að lesa fréttir um sátt í IceSave málinu svokallaða.

Það virðist vera svo gríðarlega mismunandi skilningur á samkomulaginu og/eða samningnum.  Jóhanna segir í frétt á Eyjunni (þar sem vitnað er í Sjónvarpsfréttir sem ég hef ekki séð), að hinir svokölluðu fyrirvarar rúmist innan samningsins.

Þá eru þetta varla fyrirvarar við samningin eða hvað?  Þá hljóta þeir að vera hluti af honum.

En um hvað var þá rifist?  Gat ríkisstjórnin trauðla sætt sig við fyrirvara sem rúmast innan samningsins?  Var stjórnarandstaðan að berjast við að koma inn fyrirvörum sem voru allan tímann innan ramma samningsins?

Eða hafa Framsóknarmenn rétt fyrir sér þegar þeir segja að þetta sé meira og minna markleysa?

Líklega verða Íslendingar rétt eina ferðina að bíða eftir því að úrskurðurinn komi að utan, að Bretar og Hollendingar upplýsi þá um hvernig er í pottinn búið.

Íslenskir stjórnmálamenn virðast ráða við fátt annað en að flækja málin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þú spyrð um er það sem íslenskir fréttamenn áttu að spyrja um í dag og setja orð Jóhönnu og Steingrims frá því í dag í samhengi við það sem þau hafa áður sagt um málið.

Helga (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband