Tekið að kólna í Helvíti?

Það eru tragíkómískar fréttir sem berast af Borgarahreyfingunni.  Það er engu líkara en hreyfingin hafi tekið upp þráðinn þar sem Frjálslyndi flokkurinn skildi hann eftir, og ákveðið að ganga enn lengra og ákafar fram í sundurlyndi og innanflokksdeilum.

En líklega er farið að kólna í Helvíti og mikil eftirspurn þar eftir flíspeysum og öðrum hlýum fatnaði.


mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hún virðist vera mikil og einlæg naðra þessi Margrét Tryggvadóttir.   Hvað sem má um Þráinn segja, þá er ég farinn að sjá eftir atkvæði mínu til Brorgarahreyfingarinnar.    Þór Saari má þó eiga það að hann hefur staðið sig vel að mínu mati.

Guðmundur Pétursson, 14.8.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Norrænt helvíti (Hel) er helfrosið og náttúrulega mun þjóðlegra en hitt.

Sigurður Gunnarsson, 14.8.2009 kl. 19:50

3 identicon

Þráinn er ekki genginn í annan flokk, þannig að það er nú ekki frosið í neðra enþá

Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:20

4 Smámynd: Sigmar Þormar

Þetta er nú einfaldlega ekki íslenskt orðatiltæki heldur enskt; When hell freezes over.

Ekkert flott við það hvernig Þráinn, þessi annars ágæti penni reyndi að íslenska orðatiltækið

Sigmar Þormar, 15.8.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er rétt að Þráinn er ekki gengin í annan flokk, þó að hann hafi gengið úr þingflokki, nei ég meina þinghópi Borgarahreyfingarinnar. Enda er ekkert talað um frost í Helvíti í pistlinum, heldur aðeins reiknað með að tekið sé að kólna þar.

Ég held að það sé rétt að uppruni orðatiltækisins sé í enskri tungu, en það breytir því ekki að þetta hefur margoft sést í Íslensku máli og Þráinn langt frá því að vera sá fyrsti sem tekur það til brúks, og getur því varla talist sekur í Íslensku þess.

G. Tómas Gunnarsson, 15.8.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband