12.8.2009 | 18:41
Rússagull
Það er vissulega meiriháttar frétt að sendiherra Rússlands á Íslandi lýsi því yfir að Rússar hafi verið reiðubúnir til að lána Íslendingum 4. milljarða euroa, en Íslensk stjórnvöld hafi ekki þegið lánið.
Fréttnæmið er þeim mun meira þegar haft er í huga umræðan og yfirlýsingin sem gefin var um lán frá Rússum í október síðastliðnum.
Það er lítið að marka yfirlýsingar frá stjórnmálamönnum eins og Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskiptaráðherra, enda hefur marg sinnis komið í ljós að hann virtist lítið vita um hvað var að gerast á þessum tímum.
En það er með þetta mál, líkt og mörg önnur að það er erfitt að mynda sér skoðanir á því, enda heimildir af skornum skammti.
Vissulega getur lánið hafa staðið til boða, vissulega geta kringumstæður hafa verið með þeim hætti að rök hafi verið fyrir því að hafna láninu. Vissulega getur verið að staðfest lánsloforð hafi ekki verið fyrir hendi.
Það sorglegasta við þetta mál er ef til vill að líklega nýtur rússneski sendiherrann jafn mikils eða meira trausts á meðal almennings á Íslandi en Íslenskir stjórnmálamenn. Þess vegna hafa þessi ummæli hans mikla vigt.
Líklega munu öll kurl aldrei koma til grafar í þessu máli, frekar en mörgum öðrum, en það vær vissulega fróðlegt að heyra Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde tjá sig um þetta mál. Nú til dags þýðir það að ekki náist í menn, það að þeir vilja ekki að náist í sig.
Enginn hafnaði láni Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skrýtið þetta mál. Maður veit ekki hvað á að halda?
Kolbrún Baldursdóttir, 12.8.2009 kl. 19:31
Endilega komið þessu til skila til sem flestra gott fólk við á dekkinu erum búin að fá nóg ´
http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw
Besta kveðja frá www.icelandicfury.com munum nota þann stuðning sem kemur inn fyrir niðurhal á tónlist til að skila af okkur "rannsóknum og reynslu" á ævintýrinu "Útgerð á Íslandi" í samanburði við aðrar þjóðir og meðferð hráefnis frá fiskveiðum Íslenskra sjómanna/kvenna
Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!
sjoveikur
Sjóveikur, 12.8.2009 kl. 21:22
Er ekki svolítið erfitt að vísa á Geir og Ingibjörgu, er þeirra heilsufar ekki með þeim hætti að það sé ekki beinlínis mannúðlegt að snúa upp á handleggi þeirra einmitt núna?
Proclaimer (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 11:13
Er það ekki svolítið merkilegt hvað allir urðu rosalega krabbameinsveikir og heilabilaðir á sama tíma og ef gjalda skal líku líkt, þá er um að gera að snúa harkalega niður á meðan fólk getur ekki varið sig, það er það sem þetta blessaða fólk hefur stundað sjálft.
http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw
www.icelandicfury.com
Byltingin étur Börnin sín ! Lifi Byltingin !!!
sjoveikur
Sjóveikur, 13.8.2009 kl. 12:12
Rússnesk stjórnvöld eru ótrúverðug. Svo eingfalt er þetta mál. Sama hvað kemur frá þeim er ekki það sem það sýnist.
Gísli Ingvarsson, 13.8.2009 kl. 12:40
Bæði Ingibjörg og Geir hafa komið fram í fjölmiðlum eftir að þau drógu sig í hlé frá stjórnmálum (ýmsir vilja þó meina að Ingibjörg sé virk bak við tjöldin). Það er engin að tala um að það þurfi að "þjarma" sérstaklega að þeim, en það er ekki til of mikils ætlast, að mínu mati, að þau tjái sig um málið.
Rússnesk stjórnvöld eru ríkari af mörgu en trúverðugleika, það er rétt, en því miður má segja það sama um þau Íslensku. Þess vegna er hálfgerð pattstaða í þessu máli.
G. Tómas Gunnarsson, 13.8.2009 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.