21.12.2006 | 01:40
Af stjórnleysi
Ég held að þetta sé hárrétt viðvörun, það er aukin hætta á upplausn í Líbanon, það sama má segja um svæði Palestínumanna og allir vita hvernig ástandið er í Írak.
Það er því ekki hægt að segja að það horfi friðvænlega í miðausturlöndum nú um stundir, og ekki líklegt að "sjá ég boða yður mikinn fögnuð" eigi eftir að heyrast þar víða á næstunni.
En það er líka vert að velta því fyrir sér að í öllum þessum löndum eru Íranir sakaðir um að hafa "járn í eldinum". Það er vert að velta því fyrir sér hver séu hugsanleg markmið þeirra með því að kynda undir ólgu og stjórnleysi.
Þegar hugsanlegri ásókn þeirra eftir kjarnorkuvopnum er bætt í blönduna, er ekki að undra þó að mörgum sé hætt að lítast á blikuna.
Varað við stjórnleysi og átökum í Líbanon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.