Svínslegt?

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver eftirköstin af þessu framtaki listamannanna verða, ef þau verða einhver.  Danir hafa nú ekki úr háum söðli að detta í löndum múslima, og danskar vörur hafa ekki notið þar mikillar hylli upp á síðkastið.

Það er ekki sterk hefð í Íran eða mörgum öðrum löndum að gagnrýna þjóðarleiðtoga eða niðra þá eins og gert í í þessu tilfelli, en þó er þetta ekkert á við það sem sagt hefur verið um marga aðra þjóðarleiðtoga.  Þá koma til dæmis upp í hugann nöfn eins og Bush, Blair, Reagan og Thatcher.

Nú eða á Íslandi, þar kippa fæstir sér upp við þó að við nafn þjóðarleiðtogans sé oft skeytt svínslegu viðurnefni, en það sést þó ekki oft í fjölmiðlum.


mbl.is Dönsk listamannasamtök kalla Íransforseta svín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér datt í hug svona í framhaldi af tali um dani og svínslegt og múslma, að ég var staddur á Kastrup flugvelli nýlega og þar var kona greinilega múslimi og var að skoða einhvern mat líklega samlokur, nema að afgreiðslumaðurinn benti henni á að hann ætti skinku samlokur. Henni fannst það ekkert sniðugt.

úlli (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband