Eva skrifar

Það er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir skrif Evu Joly sem birst hafa víðsvegar um veröldina, til varnar Íslandi og Íslendingum.

Það er full þörf á því að útskýra málstað Íslendinga sem víðast. 

Eflaust eru þeir margir sem eru ekki sammála öllu því sem fram kemur í grein Evu, en flestir ef ekki allir hljóta að taka undir að í greininni eru margir athygliverðir punktar.  Ég held líka að þeir séu margir sem séu þeirrar skoðunar að það sé ágætt að Eva láti sig efnahagsmálin varða, en sé Íslendingum ekki einvörðungu til aðstoðar í saksókn.  Alla vegna hef ég ekki haft eftir neinum nema aðstoðarmanni Jóhönnu Siguarðardóttur að svo sé.

Grein Evu gerir enga tilraun til að firra Íslendinga ábyrgð á því klúðri sem Íslensk bankastarfsemi hefur skilið eftir sig, en bendir réttilega á að ábyrgðin liggi víðar og ósanngjarnt sé ábyrgðin sé öll talin Íslands.

Það sem er ekki síst athyglivert í grein Evu eru klausurnar um regluverkið sem bankastarfsemi í "Sambandinu" (og þar með IceSave) byggðist á.

" Það er raunar athyglisvert að evrópskar reglugerðir sem fjalla um fjármálasamsteypur virðast greinilega gera ráð fyrir að aðildarríki ESB sem heimila starfsemi slíkra fyrirtækja frá þriðja landi verða að fullvissa sig um að þau séu undir jafn miklu eftirliti frá upprunaríkinu og kveðið er á um í evrópskum lögum. Þannig kann að vera að bresk yfirvöld hafi brugðist að þessu leyti – nokkuð sem raunar kemur ekki mikið á óvart þegar „frammistaða“ annarra enskra banka í bankakreppunni er skoðuð, banka sem voru alls ótengdir Íslandi... Það hversu mjög Brown hefur beitt sér gegn þessu smáríki er því ekki hægt að skýra á annan hátt en þann að hann hefur viljað ganga í augu eigin kjósenda og skattgreiðenda, fólks sem að sönnu varð fyrir miklu fjárhagstjóni og rétt er að halda til haga. Rétt er að undirstrika að íslenskar stofnanir bera mikla ábyrgð á þessu máli. En þýðir það að menn eigi að líta fram hjá því að bresk stjórnvöld bera jafn mikla ábyrgð, en láta íslensku þjóðina axla allar byrðarnar?"

Það er gott að eiga góða að, er oft sagt.  Það á vissulega við í þessu tilviki, þar sem Eva Joly hefur tekið að sér að vekja athygli á því ofríki og á köflum obeldi sem Bretar hafa beitt Íslendinga.

Því ber vissulega að fagna, sérstaklega þegar ríkisstjórn Íslendinga virðist helst ekkert vilja gera sem gæti hugsanlega styggt "Sambandið" og þau ríki sem þar eru og ráða ferðinni.

 

 


mbl.is Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband