19.12.2006 | 22:40
Góð ákvörðun
Ég held að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá Óskari og þó oft sé erfitt að bakka sem svona er það engum minnkun að viðurkenna að betra sé að hafa annað lag á hlutunum. Þvert á móti geta menn vaxið við slíkt ef rétt er á málum haldið.
Staða Óskars var ekki góð, ég er ekki að mótmæla því að hann hafi verið hæfur til verksins, en staða hans var siðferðislega tvísýn og það er betra að vafanum sé eytt.
En þetta sýnir einnig að gott aðhald minnihluta, fjölmiðla og einnig samstarfsaðila getur skilað góðum árangri og hefur veigamiklu hlutverki að gegna.
Gott mál.
Óskar biður um að samningi hans við Faxaflóahafnir verði rift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt 20.12.2006 kl. 18:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.