30.4.2006 | 05:04
Að þegja yfir sigrinum....
Ég er nú reyndar afskaplega hamingjusamur með þennan sigur íslendinga og vil óska öllum íslenskum hokkíaðdáendum til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Einhvern veginn held ég þó að ég eigi ekki eftir að tala mikið um þennan sigur hér í Toronto, reikna ekki með því að það "imponeri" kanadamenn mikið. Í þessu hokkíbrjálaða samfélagi þykir líklega ekki merkilegt að sigra í þriðju deildinni. Það yrði frekar grundvöllur einhverra miður skemmtilegra brandara á kostnað okkar íslendinga. Hér trúir því engin, þegar ég segi þeim að íslendingar hafi átt mjög erfitt með að æfa hokkí, vegna skorts á frosti, þangað til byggðar voru hér skautahallir.
En það breytir því ekki að þetta er góður árangur, íslendingar eru vonandi á réttrí leið í hokkíinu, þó að nokkkuð víst sé að ég grobba mig ekki af árangri okkar hér á næstu árum, við eigum líklega langt í land til að ná því.
Ísland burstaði Tyrkland, 9:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.