23.7.2009 | 13:17
Auðvitað tengjast IceSave og aðild að "Sambandinu"
Það er eðlilegur hlutur að margir tengi saman samninga um IceSave og aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu.
Þeir sem tala sem að um sé að ræða tvo aðskilda hluti hljóta að tala gegn betri vitund.
Á milli Íslenskra stjórnvalda og "Sambandsins" virðist reyndar ekki vera neinn ágreiningur. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar virðist alfarið sammála Evrópusambandsríkjunum um hvernig líta beri á málið og hverjar skuldbindingar Íslendinga séu.
En á Alþingi eru skiptar skoðanir, og sá skoðanaágreiningur er ekki síst mismunandi túlkanir á lögum þeim sem fjármálastofnanir starfa í "Sambandinu"/Evrópska efnahagssvæðinu.
Það er því ekki óeðlilegt að Hollendingar tengi þessi mál saman og líti svo á ekki sé rétt að hleypa "pottormum" sem séu með uppsteyt inn í "Sambandið".
Þeir líta á það sem lágmarkskurteisi að aðildarumsækjendur séu bljúgir og sammála þeim sem fyrir eru á fleti.
Er það ekki líka svo að ríki geta ekki orðið aðilar að "Sambandinu", ef þau eiga óútkljáðar deilur við aðildarríki? Einhver sagði mér að svo væri.
Auðvitað verða Íslendingar ekki aðilar að "Sambandinu" ef þeir gangast ekki undir hina "glæsilegu niðurstöðu" sem Svavar Gestsson og félagar komust að fyrir hönd Íslendinga.
Það er stundum sagt að það verði að horfa á heildarmyndina, það á vel við hér.
Hafði samband bæði við Breta og Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.