18.12.2006 | 05:52
Friðsama fólkið?
Það horfir ekki friðvænlega í Miðausturlöndum þessa dagana. Það er talað um að hætta sé á borgarstyrjöld á meðal Palestínumanna, svona ofan á allt annað.
Þar sem menn hika ekki við að myrða börn pólítiskra andstæðinga sinna er ekki friðvænlegt.
Hvernig á líka að vera hægt að semja um frið eða standa í friðarviðræðum við "ríki" þar sem slíkt ástand ríkir, eða að aðilar að ríkisstjórninni vilja ekki viðurkenna tilverurétt ríkisins sem semja þarf við?
Nú eða ef helsta stuðningsríki Hamas hefur lýst því yfir að Ísraelsríki eigi ekki tilverurétt og eigi að útrýma af yfirborði jarðar?
Er ekki rétt að Ingibjörg Sólrún riti Hamas og Íransforseta bréf, þar sem hún útskýrir að svona geri menn ekki? Guðjón Arnar væri líklega einnig góður aðili til að kenna þessum "friðsömu" mönnum hvernig klæði eru borin á vopnin og Steingrímur J. gæti lesið yfir hausamótunum á þeim.
Hins vegar held ég að það sé þjóðráð hjá Abbas að efna til kosinga, á stundu sem þessari er áríðandi að almenningur geti tjáð hug sinn og ef til vill höggvið á hnútinn.
Ég get ekki séð að ástæða sé fyrir Hamasliða að berjast á móti því, því það er nauðsynlegt að almenningur greiði atkvæði um hvert skal stefna.
Ágætis frétt hér í Globe and Mail.
Óttast að borgarastyrjöld brjótist út milli Hamas og Fatah | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.