Hverjir komu aðildarumsókninni í gegn?

Mikil og réttlát gagnrýni hefur beinst gegn Vinstri grænum, fyrir hvernig stór hluti þingflokks þeirra greiddi atkvæði varðandi aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

En það er vert að hafa í huga hverjir það voru sem í raun tryggðu málinu framgöngu.

Þó að vissulega sé það svo að öll atkvæði séu jafn gild, þá voru það í raun atkvæði stjórnarandstöðuþingmanna sem jafnt og þingmanna VG sem komu málinu í gegn.

Atkvæði Birkis Jóns Jónssonar, Guðmundar Steingrímssonar, Sivjar Friðleifsdóttur, Þráins Bertelssonar og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur voru atkvæði sem í raun réðu úrslitum.  5 atkvæði sem var einmitt munurinn sem var á já og nei fylkingum í þinginu.

Hjáseta Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur átti einnig sinn þátt í því að tryggja málinu framgang.

Þrátt fyrir að 8 þingmenn VG segðu já, skilaði það ríkisstjórninni aðeins 28 atkvæðum, afgangurinn kom frá stjórnarandstöðunni.

Ekki það að það skipti meginmáli hvort atkvæði komu frá stjórn eða stjórnarandstöðu, en það er þó rétt að halda því til haga.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg frétt.

Ég hlakka til að fá ykkur í hópinn.

Inga Birna

inga birna jonsdottir (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband