16.7.2009 | 15:56
Þorgerður Katrín og Guðfríður Lilja, segið ykkur frá frá þingmennsku
Nýlokið er umræðum og atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.
Ég held að flestir, hvort sem þeir eru áfram um aðild eða á móti henni, séu sammála um að þetta sé eitt það stærsta má sem komið hefur til kasta Alþingis frá lýðveldisstofnun, ef ekki það allra stærsta.
En samt eru þingmenn sem treysta sér ekki til að greiða atkvæði um málið.
Hvort það er vegna þess að þeir hafa ekki afstöðu til málsins eða þora ekki að láta hana í ljós, ætla ég ekki að dæma um.
En ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki boðlegt að koma sér hjá því að greiða atkvæði um mál af þessarri stærðargráðu og ef þingmenn ráða ekki við að taka afstöðu til slíkra mála, eigi þeir ekkert erindi á Alþingi.
Því skora ég á Þorgerði Katrínu og Guðfríði Lilju að draga sig í hlé, segja sig frá þingmennsku og láta sæti sín eftir einstaklinum sem hafa hugrekki til að taka ákvarðanir og láta þær í ljós.
Þorgerður Katrín greiddi ekki atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Athugasemdir
Það að greiða ekki atkvæði, er einfaldlega sú ákvörðun að láta öðrum eftir að ráða málinu.
Það er ekki boðlegt fyrir þingmenn að mínu mati.
G. Tómas Gunnarsson, 17.7.2009 kl. 00:21
Sammála!
Guðfríður Lilja hefði átta að kjósa á móti ESB og Þorgerður Katrín með ESB aðildarviðræðum.
Fólk á að standa á sinni sannfæringu!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.7.2009 kl. 01:21
Fyrir mér hljómar þessi útskýring þunn og ekki sannfærandi. En það er ekki það eina sem hefur haft þann tón í þeirri umræðu sem hefur farið fram um aðildarumsókn að ESB.
Guðfríður Lilja er ef til vill þeirrar skoðunar að allir þingmenn hefðu átt að sitja hjá, því ekki rekur mig minni til þess að nokkur þeirra hafi lýst sig andvígan því að kjósendur segðu álit sitt að lokum.
En Guðfríður Lilja hefði ef til vill betur haft í huga að Alþingi var áður en til þessarar atkvæðagreiðslu kom, búið að hafna því að kjósendur fengju að segja álit sitt á því hvort að sækja ætti um aðild og sömuleiðis því að álit kjósenda væri bindandi.
Ég er því enn sem fyrr þeirrar skoðunar að þingmenn hafi átt að taka afstöðu og hafa þor til að koma henni fram og sem áður þeirrar skoðunar að þeir sem ekki hafa hugrekki til þess í málum sem þessum eigi að segja af sér.
G. Tómas Gunnarsson, 17.7.2009 kl. 04:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.