17.12.2006 | 18:51
Af rafmagnsverði
Oft er rætt um rafmagnsverð á Íslandi, ekki síst í tengslum við rafmagnsverð til stóriðju og mismun á því verði og verði til almennings.
Margir eru hneykslaðir á því hver munurinn á því verði er mikill. Þá taka þeir lítið tillit til þess hve mikið magn stóriðjan kaupir og að hún kaupir það allan sólarhringinn, ekki bara þegar þeim dettur í hug, alla daga, allan ársins hring. Það er sömuleiðis lítið rætt um hvað það kostnaðurinn við afhendingu rafmagnsins er mismunandi, það að dreifa henni á ótal hús, eða afhenda á einn stað.
En það þarf líka að borga rafmagnsreikninga hér í Kanada og það sem meira er, rafmagnsreikningarnir eru vel sundurliðaðir og útskýrðir.
Mér datt því í hug að ræða örlítið um nýjasta rafmagnsreikninginn okkar, hér að Bjórá.
Á tveggja mánaða fresti fáum við rafmagnsreikning. Sá nýjasti er sundurliðaður sem hér segir:
655.260KWH @ 5.8c 38.12
345.061KWH @ 5.5c 18.98
Afhending 53.47
Stjórnun heildsölu 7.72
Eldri skuldir rafveitu 6.76
Söluskattur 7.45
Munurinn á verðinu (5.5 og 5.8c 3.30kr og 3.48kr miðað við CAD sem 60kr ) er vegna þess að verðið lækkaði 1. nóvember, það gerist hér að verðið lækkar.
Raunveruleg notkun var 966KWH en er hækkað upp í 1022.322KWH vegna tapsins á leiðinni að Bjórá.
En takið vel eftir liðnum "Afhending" sem er hér um bil jafn hár og rafmagnsverðið. Hann er að hluta til óbreytanlegur, óháð því hve mikið rafmagn við kaupum, enda rafmagnskapallinn alltaf til staðar.
Veit einhver hverjar sambærilegar tölur eru fyrir Ísland? Veit einhver hver er meðalkostnaður við afhendingu rafmagns til einstaklinga, t.d. per KWH? Veit einhver hver er meðalkostnaður afhendingar per KWH til stóriðju?
Að lokum vil ég minnast á að nú er búið að setja upp nýja rafmagnsmæla víðast um Toronto, sem geta mælt rafmagnsnotkun á mismunandi tímum. Dýrasti textinn verður frá 8 til 8, síðan örlítið lægri frá 8 til 10 um kvöldið, og loks ódýrasti textinn frá 10 um kvöldið til 8 um morgunin. Væri ekki ágætt fyrir Íslendinga að velta fyrir sér svipuðu fyrirkomulagi?
P.S. spilling í orkufyrirtækjum er einnig vel þekkt hér í Kanada og má lesa um það t.d. hér og hér.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Athugasemdir
Hérna eru tölur : http://notendur.centrum.is/ardsemi/upp.htm
Pétur Þorleifsson , 17.12.2006 kl. 18:58
Takk fyrir þetta. Þetta eru fróðlegar tölur. Mér sýnist heildsöluverðið á rafmagni ekki vera ósvipað á Íslandi og í Kanada. En það væri gaman ef einhver hefði upplýsingar um dreifingarkostnaðinn sem er á rafmagninu. Eða eru þetta verð við "virkjanavegg"?
G. Tómas Gunnarsson, 18.12.2006 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.