17.12.2006 | 18:07
Fucking - ekki svona hratt
Þegar ég las þessa frétt kom mér í hug bær í Austurríki, en myndir af bæjarskiltum hans hafa farið marga hringi á netinu. Það getur verið erfitt að búa í bæjum með skrýtnum nöfnum, og hefur það einnig í för með sér aukna glæpi, í því formi að óprúttnir aðilar fá mikla löngun til að stela skiltum með nöfnum bæjarins.
Ég er auðvitað að tala um bæinn Fucking, en þar hafa menn stundum viljað skipta um nafn, en hitt er þó líklegra að nafnið hafi í för með sér aukinn ferðamannastraum.
Uppruni nafnsin, alla vegna ef marka má Wikipediu, er frá manni að nafn Focko, og þýðir fólkið hans Fockos.
Hér er svo einnig smá fróðleikur.
Íbúar vilja breyta dónalegu bæjarnafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Grín og glens, Menning og listir, Saga, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.