Af fátækt

Ég hef fylgst dálítið með fátæktarumræðunni sem hefur staðið yfir nú undanfarna daga.

Það þarf vissulega að gera meira í þessum málum, og það er ekki nóg að ræða þetta nokkra daga árlega fyrir jólin.

En það eru einnig punktar í skýrslunni sem verða að teljast jákvæðir.  Jákvæðasti punkturinn er tvímælalaust að fátæktin virðist í minnihluta tilvika vera viðvarandi.  Ef 3/4 þeirra sem töldust fátækir árið 2000 eru það ekki lengur árið 2004, ber það vott um að um tímabundna erfiðleika er að ræða, erfiðleika sem fjölskyldunum tekst að vinna sig út úr.

Það hlýtur einnig að teljast jákvætt að fátæktarmörkin hafa hækkað gríðarlega á árunum 1994 til 2004, eða um 50%.  Það þýðir með öðrum öðrum orðum að velmegun í þjóðfélaginu hefur aukist gríðarlega. Miðgildi launa sem þessi könnun tekur mið af hefur hækkað verulega.

En þar kemur að því atriði sem mér hefur fundist vanta í umfjöllunina, það er hvað miðgildi Íslenskra launa var árið 2004, og er notað til viðmiðunar í skýrslunni og í framhaldi af því hver eru "fátæktarmörkin"?

Því í raun segir þessi skýrsla ekki neitt um fátækt á Íslandi, en hún er ágætis heimild um jöfnuð á Íslandi árið 2004. 

Svo má auðvitað rífast fram og til baka um hve mikill jöfnuðurinn á að vera og sýnist auðvitað sitt hverjum.

Það má líka spyrja hvort að það sé fátækt að geta ekki veitt sér og sínum það sem aðrir geta, þó að viðkomandi komist vel af?

Bestu fregnirnir eru að mínu mati hreyfanleikinn, það að 75% þeirra sem voru fátækir árið 2000 voru það ekki árið 2004, en það er ljóst að fyrir hina verður að leita leiða til að rétta þeirra hlut.  Því raunveruleg fátækt er aldrei ásættanleg.


mbl.is Spurning um hvort sveitarfélögin eigi að koma meira að málum fátækra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband