12.12.2006 | 21:19
Útrás jólaveinanna
Útrás jólasveinanna hefur orðið vart hér í Kanada. Það er morgunljóst að "Foringinn" fékk í fyrsta sinn á ævinni í skóinn í morgun, og þótti það ekki með öllu ónýtt.
Það er því ljóst að markaðsvæði Stekkjastaurs hefur tognað verulega og alþjóðlegt yfirbragð er komið á "reksturinn", enda var litla bókin sem lá í skó drengsins í morgun á Eistnesku.
Hvernig þeim á eftir að vegna í samkeppninni við Sankti Kláus og hina Eistnesku "jólaálfa", eða "Pakkapikku" sem keppa um markaðinn hér á heimilinu á eftir að koma í ljós.
Staðan er þó Íslendingunum hagstæð um þessar mundir, þeir hafa samið um einkarétt á skógjöfum, en "Pakkapikkúarnir" hafa tekið yfir súkkulaðimánaðardaginn og líklegast er að jólagjafir verði á einhvern hátt "joint venture", en samningar þar að lútandi eru vel á veg komnir, en eftir á þó að ganga frá ýmsum lausum endum.
Stekkjastaur kom fyrstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Grín og glens, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.