12.12.2006 | 20:00
Hljómar ekki vel
Það hljómar ekki vel að Íslendingar tapi fyrir Spænskum sólstrandargæjum í hokkí.
Það er ljóst að ég mun ekki hafa hátt um þetta hér í Kanada, en hér eru flestir þeirrar trúar að Íslendingar hljóti að vera almennt frekar sleipir á skautum, enda á Íslandi kjöraðstæður fyrir íþróttina. Sumir muna jafnvel eftir því að hafa heyrt minnst á Fálkana "'Íslensku" sem unnu fyrstu Olympíugullin sem í boði voru fyrir íshokkí, fyrir Kanada.
En merki ÍHÍ, Íshokkísambandans Íslands, er einmitt ætlað að minna á þá sögu.
En við verðum að vona að Íslendingarnir hressist, og taki til óspilltra málanna á ísnum.
Tap gegn Spánverjum í íshokkí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.