Hættum þessu rugli.

Það er löngu tímabært að leggja þessa nefnd niður. Kominn tími til þess að hætta þessu rugli.

Þó að mér þyki ákaflega vænt um Íslenska nafnahefð og hafi lagt mig fram við það að viðhalda henni hér í Vesturheimi, mín börn eru Tómasarbörn, en það þýðir ekkert að ætla að varðveita einhverja hefð, gegn vilja landsmanna.

Þess vegna á að gefa notkun ættarnafna frjálsa, ef Íslendingar hafa almennt ekki áhuga á að viðhalda hefðinni, á ekki að neyða þá til þess.  Það er fullt af fólki með ættarnöfn á Íslandi (það má finna þó nokkur til dæmis á Alþingi) og því ekki ástæða til að meina fólki að taka slík nöfn upp.

Skírnarnöfn eru svo annar skrítinn kapítuli, auðvitað á að gefa val á nöfnum alveg frjálst.

Ekki myndi ég skíra mín börn, Mosa eða Sveu, en það þýðir ekki að það sé hin eina rétta skoðun í málinu.  Almenningur verður að fá að ráða þessu sjálfur.

Nafnið Kjarrval (ekkert skylt Kjarval) er vel þekkt í minni fjölskyldu og bera þó nokkrir einstaklingar það nafn.  Þýðir það að þær fjölskyldur þar sem nafnið er þekkt, fá "einkarétt" á nafninu, þar sem það er ekki fært í mannanafnaskrá?

Einn besti vinur minn heitir Aðils að millinafni, og hefur gert það frá því að ég kynntist honum og líklega nokkuð lengur, er það ekki fullgilt nafn?

Leggjum mannanafnanefnd niður, afnemum lög um mannanöfn og takmarkanir á eftirnöfnum, gerum nafnabreytingar eins auðveldar og hugsast getur (það er jú kennitalan sem gildir) og leyfum almenningi að ráða.

 


mbl.is Nöfnin Malm og Aðils fengu ekki samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er alveg sammála því að það á að vanda valið þegar börnum er valið nafn.  Reyndar þykir mér Þrymur gott, en vissulega nokkuð sérstakt nafn.  Ég held þó tvímælalaust að ég vildi frekar til dæmis heita Þrymur en Mosi, bara svo dæmi sé tekið.

Öll fræðsla er sömuleiðis af hinu góða og allt í góðu lagi að gefa út leiðbeinandi lista.  En það er óþarfi að hafa eitthvert lagaboð í þessu...

G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2006 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband