Að ná fyrirsögninni

Þetta er vissulega athygliverð frétt, þó að vissulega megi segja að hún komi ekki með ný tíðindi.

Það sem er athyglisverðast í fréttinni, er í enda hennar en þar segir:

"Claudio Cordone, talsmaður mannréttindasamtakanna, Amnesty International segir hins vegar fátt nýtt koma fram í skýrslunni enda leiki enginn vafi á því að Hizbollah hafi geymt vopn og staðið fyrir hernaðaraðgerðum frá svæðum óbreyttra borgara í suðurhluta Líbanons."

Þetta eru ekki nýjar fréttir en samt finnst mér oft þessa ekki getið að verðleikum í fjölmiðlum.

Ofar í fréttinni má svo finna þessa setningu:

"Samkvæmt alþjóðalögum er hins vegar ólöglegt að nota borgaralegar byggingar til hernaðarárása og sé það gert er heimilt að endurskilgreina umræddar byggingar sem hernaðarmannvirki."

Þegar þessi tvö atriði eru skoðuð kemur nokkuð athyglisverð mynd í ljós.  En þetta er því miður mikið stundað af ýmsum "hryðjuverka/frelsisbaráttu" samtökum víða um heim.

Baráttan snýst nefnilega oft ekki um að ná óvininum, heldur að "ná fyrirsögninni" og það hliðhollri sér.

Með þessu er ég ekki að segja að framferði Ísraels sé lítalaust, en staðreyndin er sú að hernaður er það aldrei.  En það er lika erfitt að berjast gegn mótherja sem notar aðferðir eins og lýst er í fréttinni.

Skyldi einhver Íslenskur stjórnmálaflokkur hafa fordæmt framferði Hizbollah?  Skyldi einhver Íslenskur stjórnmálaflokkur hafa fordæmt framferði Ísraela?

 


mbl.is Ísraelsk stofnun sakar Hizbollah um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband