6.12.2006 | 05:15
Já, hitaveita er lífsgæði
Þetta er góðar fréttir fyrir Kínverja, og sömuleiðis fyrir Íslendinga, það er ekki ónýtt að geta flutt út þá þekkingu sem hefur safnast fyrir í landinu hvað varðar hitaveitu og nýtingu jarðvarma.
Það er svo til dæmis hér í Toronto, að þegar verulega kalt verður í veðri, finn ég strax muninn í andrúmsloftinu, þá eykst gasbrennslan auðvitað og sömuleiðis skella margir timbri í arininn, eða kamínuna og lyktin og sótið liggur í loftinu.
En þetta eru ekki einu lífsgæðin sem hitaveita veitir. Það er ekki lítill lúxus að hafa óendanlegt heitt vatn komandi úr krönunum eða sturtuhausnum. Það hefur verið erfitt fyrir Íslending að venjast því hér, að heita vatnið er aðeins jafn mikið og er í heita vatns tankinum. Svo verður bara að bíða, eða skola af sér með köldu, ef þannig verkast.
Já, hitaveita er sannarlega eitt af lífsins gæðum, sem fáir njóta.
Hitaveita og lífsgæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.