Sami gamli þingflokkurinn, en nýr og ..... formaður

Því lengur sem ég hef hugleitt orð Ingibjargar Sólrúnar í "Keflavíkurræðunni" um að kjósendur treysti ekki þingflokki Samfylkingarinnar, þvi vitlausari finnst mér þau vera.  Það er raunar með eindæmum að formaður flokksins skuli láta þessa vitleysu út úr sér.  Það er líka með eindæmum að fjölmiðlamenn skuli láta hana komast upp með þessa vitleysu án þess að ganga eftir nánari útlistunum.

Svo bætti hún um betur í "Egilslausa silfrinu" og sagði að skoðanakannanir hefðu sýnt að fast að 40% kjósenda gæti hugsað sér að kjósa Samfylkinguna, en í skoðanakönnunum nú um stundir nyti flokkurinn ekki stuðnings nema um 25% kjósenda, og þetta sýndi að kjósendur treystu ekki þingflokknum til að taka við stjórnartaumunum.

Þvílíkur dæmalaus málflutningur og vitleysa.

Hvað hefur breyst síðan Samfylkingin mældist með rétt tæplega 40% fylgi og á köflum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn?  Er ekki sami gamli þingflokkurinn ennþá í stólunum við Austurvöll?

Vissulega er Guðmundur Árni farinn, og Valdimar "Lenín" Friðriksson kom í hans stað, telst líklega ekki "skipt á sléttu", en varla hrynur traust á þingflokknum fyrir vikið?  Bryndís Hlöðversdóttir hvarf líka af þingi, og í stað hennar settist Ingibjörg Sólrún á þing, varla minnkaði traust kjósenda á þingflokknum við þau skipti, eða hvað?

Staðreyndin er auðvitað sú að kjósendur sýndu Samfylkingunni umtalsvert traust í síðustu kosningum, enda flokkurinn næst stærsti flokkurinn.  Því sem næst sami þingflokkurinn er ennþá til staðar, aðeins lítillegar breytingar.

Stærstu breytingarnar í Samfylkingunni frá síðustu kosningum urðu hinsvegar í maí á síðasta ári, þá var skipt um formann.  Síðan þá hefur traust kjósenda á Samfylkingunni sigið jafnt og nokkuð þétt niður á við, sé miðað við niðurstöður skoðanakannana.

Það hlýtur því að vera mörgum umhugsunarefni, hverjum í Samfylkingunni kjósendur treysta ekki.  Ef ég svara fyrir mig, þá er þingflokkurinn ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Glæsilegt. Ég hef lesið skrif þín um hríð og tel bloggið þitt með því albesta sem hér sést.  Hvala (sem merkir takk á serbnesku!)

Snorri Bergz, 5.12.2006 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband