Ánægjuleg ferð

Það var á föstudaginn sem "Bjórárgengið" lagði af stað frá Toronto með Icelandair, og lenti síðan á Íslandi snemma á laugardagsmorgunin.

Það er skemmst frá því að segja að ferðin reyndist okkur ákaflega þægileg og þó að ýmislegt hafi verið skorið niður hjá Icelandair, s.s. matur verð ég að segja að þjónustan er eftir sem áður af þeim klassa að ekki verður hjá því komist að þakka fyrir hana.

Fyrst og fremst er líka ánægjulegt að þó að þjónustan hafi minnkað, þó hefur sá niðurskurður að engu leyti látinn bitna á börnunum.  Þeim er færð teppi og koddi, þau fá á heita samloku, djús og smá snarl og þeim eru færð heyrnartól, þannig að þau geti horft og hlustað á sjónvarpið.  Allt án aukagjalds.  Þeim er færður maturinn á undan öðrum farþegum, enda eiga þau oft erfiðast með að bíða.

Enda ljómuðu börnin eins og sólir og Foringinn hefur ekki enn tekið niður Icelandair merkið sem honum var fært að gjöf og færir það samviskusamlega á milli náttfatanna og fata þeirra sem notuð eru á daginn, hvert kvöld og hvern morgun.

Það hefur síðan ekki væst um okkur í Hafnarfirðinum frekar en endranær, hápunkturinn strax á sunnudagsmorgunin, þegar börnin þurftu að leita hátt og lágt í húsinu af páskaeggjum.

Seinna í þessari viku er síðan meiningin að halda til Akureyrar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband