30.3.2009 | 17:49
Góð niðurstaða
Ég held að þetta hljóti að teljast góð niðurstaða. MP banki virðist standa vel og víst er að mörgum mun þykja akkur í því að vörumerkið SPRON verði ennþá til, þó að sparisjóðurinn sem slíkur sé horfinn.
Það gat heldur varla verið að gengið yrði til samninga við fyrirtæki eins og VBS sem nýbúið er að þiggja umtalsverða ríkisaðstoð til að forða því frá fjárhagsörðugleikum, sem er þó líklega ekki séð fyrir endann á.
Það er ekki ólíklegt að margir flytji innistæður sínar aftur til SPRON, þó að þeir séu eflaust líka margir sem kjósa að trúa ríkisfyrirtæki fyrir innistæðum sínum.
En það er gott að það einhverju einkabönkum vaxi fiskur um hrygg á Íslandi.
MP banki eignast SPRON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég bíð eftir Færeyjabanka. Íslenskum bankamönnum er ekki treystandi, sbr. skýrslu Finnans sem greint var frá í dag.
Kristján G. Arngrímsson, 30.3.2009 kl. 18:46
Það væri auðvitað gott ef Færeyjabanki, eða einhver annar erlendur banki hæfi starfsemi sína á Íslandi, það væri aldrei nema til bóta.
Hitt ber þó að varast, að setja alla Íslenska bankamenn undir sama hatt, þó að slíkt sé ekki með öllu óskiljanlegt eins staðan er.
En án þess að ég viti mikið um MP banka, þá virðist hann hafa staðið af sér hremmingar, í það minnsta til dagsins í dag.
Sömuleiðis eru ýmsir sparisjóðir á Íslandi sem mér skilst að standi ágætlega. Það er því hægt að færa viðskipti sín til þeirra ef áhugi er fyrir hendi.
G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 18:56
Já auðvitað ber að forðast alhæfingar. Mætti Hreiðari Má í ræktinni í dag - karlræfillinn. Kalla hann góðan að voga sér út á meðal fólks, hann hlýtur að vera verst þokkaði maður á Íslandi um þessar mundir.
Meðal þeirra sparisjóða sem vel ganga er einn í Norður-Þing, þar sem Gummi Lár er sjóðsstjóri. Þangað munu innlán hafa tekið að hrúgast fljótlega eftir hrunið.
Kristján G. Arngrímsson, 30.3.2009 kl. 19:58
Hér er nú orðin aðalfréttin að þú stundir líkamsrækt!!!!
G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 20:05
Ég er (var) hjá SPRON og mun flytja mig!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.3.2009 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.