Er ástand mannréttindamála í Grikklandi þannig að þangað er ekki hægt að senda flóttafólk?

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki mikið til þessa máls, en vissulega er það samt svo að í þessum málum er farið eftir lögum og reglugerðum. 

En ég verð sömuleiðis að viðurkenna að mér kemur það spánskt fyrir sjónir ef mannréttindi og meðferð flóttafólks er með þeim hætti í Grikklandi að það teljist óeðlileg eða ómanneskjuleg meðferð að senda flóttafólk þangað.

Nú er Grikkland aðildarríki Evrópusambandsins og hlýtur að fara eftir þeim lögum og reglum sem þar gilda.  Varla lætur "Sambandið" aðildarríkis sín komast upp með að hundsa mannréttindi og að brjóta á réttindum flóttafólks?


mbl.is „Engin ástæða til að senda ekki fullorðna til Grikklands"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópusambandið er ekki gullkú, það er ekki snjóhvítt Guðslíkan né eru aðildarríki þess Guð af mönnum. ESB er stjórnað af mönnum, oftar en ekki hvítum, gráhærðum, ríkum karlmönnum. Þar inni er menn sem hafa slitið sig svo langt frá veruleikanum að þeir sjá ekki þann skaða sem þeir eru að vinna. Skoðaðu til dæmis hvernig Bretar (ESB-ríki) fóru með íbúa Diego Garcia, sem þeir fluttu nauðuga frá eyjunum til að búa í sárri fátækt á Mauratius-eyjum, eða hvernig Danir (einnig ESB-ríki) hafa haldið Grænlendingum í sárri fátækt og þá sérðu kannski hvernig forrík stjórnvöld ESB-ríkja er skít sama um hörundsdökkt fólk frá löndum utan sambandsins.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Spurt er: Er ástand mannréttindamála í Grikklandi þannig að þangað er ekki hægt að senda flóttafólk?

Stutta svarið er: Já.

Svala Jónsdóttir, 30.3.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ekki er ég sérlega vel að mér um meðferð flóttamanna í Grikklandi.   En af einhverjum ástæðum sér Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna mikla meinbugi þar á.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 05:41

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin.  Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að "Sambandið" er engin gullkýr.  Hef enda ekki mikið álit á því né áhuga á því að Ísland rugli saman við það reitum.

En nú er það svo að öll aðildarríki "Sambandsins" og helstu nágrannar Íslendinga t.d. Svíar telja ekkert því til fyrirstöðu að flóttafólk sé sent til Grikklands og alla jafna hafa þeir ekki þótt hardrægir við flóttafólk.

Hitt er svo annað mál að ef til vill hafa Íslendingar áhuga fyrir því að breyta um stíl hvað varðar meðferð mála flóttafólks, en þá er rétt að huga að breytingu á lögum og reglugerðum þar að lútandi.

G. Tómas Gunnarsson, 31.3.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband