Af taprekstri stjórnmálaflokka - Vinstri fingurinn

Undanfarna viku eða svo hefur nokkuð verið rætt um fjármál stjórnmálaflokkanna.  Birtar voru upplýsingar um fjármál þeirra og hvaðan þeir hefðu fengið styrki.

Eðlilega spunnust nokkrar umræður um að stjórnmálaflokkarnir hefðu þegið ólöglega styrki.  Allir flokkar fengu ólöglega styrki frá Íslandspósti og Sjálfstæðisflokkurinn fékk að auki styrk frá Neyðarlínunni.  Ekki til fyrirmyndar.

En það kom jafnframt fram að stjórnmálaflokkarnir hafa gjarnan verið reknir með tapi og ýmsir þeirra verulega skuldugir.

En það var ekki orð að finna í fjölmiðlum við hverja skuldirnar voru, eða á hvernig kjörum var stofnað til þeirra.  Það má samt rökstyðja þá skoðun að það sé jafn mikilvægt að slíkar upplýsingar séu opinberar eins og hverjir lögðu þeim til fé.

Sömuleiðis eru engar upplýsingar um kjör flokkanna hjá fjölmiðlum, eða hvernig húsaleigusamningar eru, bara svo örfá dæmi séu nefnd.

Er ekki áríðandi að slíkar upplýsingar séu "uppi á borðum" nú á tímum gagnsæisins?

Það er síðan skemmtilegt að fylgjast með deilunni um hvort að Vinstri græn hafi hlotið fjárstuðning frá Gullfingrinum eður ei.  Ekki að það skipti öllu máli í hinu stóra samhengi, en það er alltaf gaman af svona deilum.

Það virðist ekki leika vafi á því að Geiri hefur sýnt fémildi með vinstrifingrinum, í það minnsta kosti tvisvar.  En enginn hjá Vinstri grænum vill kannast við að hafa tekið við peningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband