Skrýtinn kynslóðaspuni

Ég verða að viðurkenna að mér finnst skrýtið að flokka stjórnmálamenn niður í kynslóðir.  Fyrir mér getur það ekki skipt meginmáli af hvaða kynslóð einstaklingar eru, heldur hvað þeir hafa til brunns að bera.

Enda eru kynslóðaskipti í besta falli óljós.

En þegar Sjálfstæðismenn tala um að nú hafi orðið kynslóðaskipti í forystu flokksins, spinnur stuðningsfólk vinstriflokkanna (það má heyra blaðamann mbl.is skjóta þessu fram) því til baka að nýi formaðurinn sé af kynslóð "útrásarvíkinganna" sem hafi nú aldeilis ekki verið valdalausir og hafi komið landinu á kaldan klaka.

Líklega er þá Jóhanna Sigurðardóttir af kynslóð Björgólfs "eldra".  Er ekki Steingrímur J. af kynslóð Sigurðar Einarssonar, Pálma Haraldssonar og Halldórs J. Kristjánssonar, svo einhver dæmi séu tekin (þessu er nú skotið hérna fram, ég hef ekki framkvæmt neinar rannsóknir á því hve gamlir þessir menn eru).

Líklega eru því sem næst enginn á Íslandi "hreinn" því "útrásarvíkingarnir" áttu líklegast fulltrúa í flestum kynslóðum.

Það er líka undarlegur málflutningur sem virðist enduróma í viðtalinu hér, að það sé á einhvern hátt til vansa að hafa komið nálægt fyrirtækjarekstri, eða að hafa fjárfest í hlutabréfum.

P.S.  Tæknilega er þessi þáttur slæmur.  Myndin er ágæt, en hljóðið er afar dapurt ótrúlega lágt.

 


mbl.is Þarf að auka tekjutengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta kynslóðakjaftæði er bara orðaleikur.  Aldur á ekki að skipta máli varðandi þingmenn.  Heldur er það þeirra hæfni og geta sem skipta öllu máli.

Jakob Falur Kristinsson, 30.3.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Kynslóðaskipti hafa fyrst og fremst í för með sér hugarfarsbreytingu, breytt viðhorf til grundvallaratriða. Fremur en að hafa eitthvað með aldur að gera.

Aftur á móti spurning hvort með nýjum formanni hafi Sjálftökuflokkurinn ekki farið aftur á bak, og aftur orðið að ættarveldi. Fremur en einveldi, þ.e.

Allt um það var gott fyrir flokkinn, og eiginlega alveg nauðsynlegt, að skipta um andlit. Hvort sem það er réttmætt eða ekki er Sjálfstæðisflokkurinn pólitískt ábyrgur fyrir útrásinni sem fór með allt til fjandans. Þetta einfaldlega gerðist þegar Sjallarnir voru á vakt.

Kristján G. Arngrímsson, 30.3.2009 kl. 18:43

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það sem ég var fyrst og fremst að meina að mér finnst allt tal um kynslóðir frekar loðið, enda skil á milli þeirra í besta falli óljós, bæði aldurslega og hvað varðar hugarfar.

Það er auðvitað rétt að Bjarni kemur úr góðri og stórri sjálfstæðisætt.  Það er reyndar svo að t.d. Jóhanna Sig. er sömuleiðis komin af krötum í marga ættliði og Sigmundur Davíð er sonur fyrrverandi alþingismanns Framsóknarflokksins.

En hitt sem ég var líka að vekja athygli á er hve undarlegur spuni stuðningsfólks vinstriflokkanna er, þegar þau byrja að tala um að Bjarni sé af sömu kynslóð og margir "útrásarvíkinganna".  Hvenig sú "samspyrðing" á að segja eitthvað er hreinlega skrýtið og frekar ómerkilegur spuni.

Auðvitað ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla ábyrgð á því sem gerðist, eins og þú segir Kristján, þá var hann í ríkisstjórn.  En það þýðir ekki að aðrir sem sátu í ríkisstjórnum séu stikkfríir. 

Reyndar man ég ekki eftir því heldur að VG hafi sett mikið út á rekstur bankanna, nema jú að Ögmundur og ýmsir fleiri voru sífellt að setja út á launagreiðslurnar, en ekki rekstur þeirra sem slíkan.

G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 18:52

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei ætli það sé ekki einmitt sá grundvallarmunur á Bjarna Ben og víkingunum að hann er "old money" en þeir voru nýríkir.

Kristján G. Arngrímsson, 30.3.2009 kl. 20:01

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Peningar eldast ekkert sérstaklega og ekki allur munur á því hvort að þeir eru nýir eða gamlir.

En einstaklingar af sömu kynslóð deila ekki endilega sömu skoðunum, lífsgildum eða sýn á lífið.

Það er heldur engin vissa fyrir því að "gamlir peningar" geri það, nú eða nýir.  Það að spyrða menn svo saman er einfaldlega eitthvað sem yfirleitt gengur ekki upp.

G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband